Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Page 58
4T
78 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006
Siðast en ekki síst DV
Einn bókstafur punktur is
„Ég hef verið með ákveðin plön
fyrir þessi lén," segir Ivar Pálsson
sem er sennilega íslandsmeistari í
eign á eins stafs lénum. ívar á eins
stafs lénin a.is, b.is, f.is, o.is, g.is, r.is,
Ha?
v.is, y.is.
ívar er nú reyndar ekki bara í
tölvumálum því hann á fyrirtækið
. Sævörur sem flytur út rækj-
l ur. „Það má segja að netmál
séu svona hobbí hjá mér,"
segir hann um hvort það gangi vel
saman að flytja úr rækjur og fjárfesta
í lénum á netinu.
„Ég keypti þessi lén fyrir þremur
árum. Það sem menn átta sig ekki á
er að svona lén eru verðmæt," segir
ívar og bendir á að sum stórfyrirtæki
séu með alltoflöng lén.
Ef stimplað er inn a.is kemur
upp mjög skemmtileg síða þar sem
stendur:
„Velkomin á heimasíðu ívars Páls-
sonar. Þessi sfða er í hægfara smíð-
um og því lítið á henni að græða að
sinni. Þetta vinnst þó allt með hægð-
inni, segir Stebbi sem var að sjá
Marseringu Mörgæsanna í Háskóla-
bíói."
Ofangreint stendur á öllum net-
síðunum sem ívar er með. Hann seg-
ir þó að það standi til bóta. Fljótlega
komi í ljós hver eru framtíðarplön-
in sem hann hafi fyrir öll þessi lén.
fvar Pálsson
Reyndar sé hann alveg til í viðræður
varðandi sölu á einhverjum af þess-
um skemmtilegu lénum. Söluverðið
er samningsatriði.
Furðufréttin
Kýrnar glaðar
og skakkar
Furðufréttin að þessu sinni
er tekin af fréttavefnum Anan-
ova.com og fjallar um rannsókn
lögreglunnar í Rúmeníu á fimm
bændum þar í landi eftir að upp
komast að þeir fóðruðu kýr sín-
ar á kannabisplöntum. Rækt-
uðu bændumir heilu akrana
af kannabis handa kúm sínum
enda urðu þær svo „...glaðar og
mjólkuðu mun meira en áður".
öll fréttin er svona: „Fimm
rúmenskir bændur sæta nú
rannsókn eftir að lögreglan
komst að því að þeir fóðruðu kýr
sínar með kannabis. Bændurn-
ir, sem eru frá Romanesti í Bot-
osani-sýslu, tjáðu lögreglunni að
„grasið" hjálpaði kúnum til að
gefa af sér meiri mjólk.
Bændurnir sem eru á aldrin-
um 57 til 82 ára halda því fram að
þeir hafl ekki vitað að þeir væru
að brjóta lögin með því að rækta
kannabis á ökrum sínum. Bónd-
inn Ion Astarastoaie segir: „Við
ræktuðum þetta af því að kúnum
virtist líka vel við það og ham-
ingjusamar kýr gefa meiri mjólk
afsér."
Þarna hlýtur að vera kom-
in leið fyrir íslenska kúabændur
að forðast mjólkurskort í fram-
tíðinni eins og stundum hefur
blasað við á vetrum hérlendis
undanfarin ár. Halda kúnum
skökkum og allir græða. Það er
spurning hvort Guðni Ágústsson
eigi ekki að setja starfshóp í mál-
ið snimmhendis.
Lúm-skyr!
/
Start og Eiríkur Hauksson á Players
Spila saman eftir áratugahlé
Hljómsveitin Start verður með
rokkdansleik haustsins á Players
laugardaginn 23. september og
kemur Eiríkur Hauksson sérstak-
lega til landsins til að syngja með
henni. Þetta er í þriðja skipti sem
hljómsveitin kemur fram með Eiríki
Haukssyni í ár og spiluðu þeir fyrir
fullu húsi og dúndrandi stemningu
í hin tvö skiptin.
Hljómsveitin Start var fyrsta
þungarokkhljómsveit íslands. Ann-
ar af tveimur söngvurum hljóm-
sveitarinnar er nú farinn yfir
móðuna miklu en það var Pétur
Kristjánsson sem lést í september
2004.
„Móttökurnar á tónleikunum í
vor voru þannig að það var einhvern
veginn eins og við hefðum aldrei
hætt," segir Sigurgeir Sigmunds-
son gítarleikari. „Það.var ótrúlegt
að stíga aftur á stokk í „Startgallan-
um" með kjaftfullan kofa og rúm-
lega það. Stemningin var ótrúleg og
gaman að sjá ný andlit í bland við
kunnuglega bolta sem létu sig ekki
vanta frekar en fyrri daginn," segir
Sigurgeir og hlakkar til að hitta að-
dáendur hljómsveitarinnar á ný.
„Ég átti ekki von á því að Startar-
arnir kæmu saman aftur því Pétur
Kristjánsson var aðaldrifkrafturinn
í sveitinni en svo var þetta ekk-
ert nema ánægjan að syngja með
Hljómsveitin Start árið 1981 í Laugar-
dalshöll Frá vinstri: Eirlkur Hauksson
stuttklipptur við hljómborð, Nikulás
Róbertsson hljómborð, Jón Óiafsson bassi,
Pétur W. Kristjánsson söngur, Davíð Kartsson
trommur og Sigurgeir Sigmundsson á gítar.
Aðsókn á rokkdansleiki Start á
Players er gífurleg Jón Ólafsson,
Sigurgeir Sigmundsson, Eirikur Hauksson,
Nikuiás Róbertsson og Davlð Karlsson.
þeim aftur," segir' Eiríkur Hauks-
son söngvari sem er á íslandi núna
til að syngja með hljómsveitinni á
Players á laugardagskvöld. Eirík-
ur hefur verið búsettur í Noregi í
átján ár og syngur þar í hljómsveit
sem heitir Live Fire en Eríkur ásamt
Ken Hensley úr Uria Heep stofnaði
hljómsveitina fyrir tveimur árum.
„Við ætlum að taka bland af lög-
um og að sjálfsögðu látum við ekki
vanta lög eins og Gaggó Vest og
Gleðibankann," segir Eiríkur. Hann
segir að það sé ekkert útilokað í því
að gefa út plötu með Start. „Það
gæti allt eins gerst en okkur liggur
ekkert á og tökum því bara rólega,"
segir Eiríkur.
Hljómsveitina Start skipa söngv-
arinn Eiríkur Hauksson, Sigurgeir
Sigmundsson á gítar, Davíð Karls-
son á trommur, Jón Ólafsson á bassa
og Nikulás Róbertsson á hljóm-
borð. Eiríkur verður á landinu til
mánaðamóta og mun einnig syngja
á Players þarnæstu helgi með hol-
lensku hljómsveitinni Mirage sem
kemur til íslands á Queen-hátíð á
Players og spilar eingöngu Queen-
lög. Ætlar Eiríkur að taka nokkur
lög með þeim.
Gítarleikari Start, Sigurgeir Sig-
mundsson, samdi tónlistina fyr-
ir heimildarmyndina um Jón Pál
sem sýnd er í bíóhúsum landsins
og hefur Sigurgeir fengið mikið Jof
fyrirþað.
Síðasti sprettur í friðarhlaupi
v
T
Gamla myndin að þessu sinni
er tekin í Hljómskálagarðinum
sumarið 1991 og sýn-
ir Halldór Blöndal
þáverandi sam-
göngu- og land-
búnaðarráð-
herra með
kyndii á lofti
fara fyrir fríð-
um flokld fólks
í friðarJilaupi
á vegum Sri
Chimnoy-sam-
takanna hér á i
landi.
„Það var fyrir áeggj-
an fóstursonar míns,
munds MattJiíassonar, að ég tók að
mér að hlaupa síðasta sprettinn í
þessu friðarhilaupi. Áður hafði hóp-
ur þessi hlaupið hringinn í kring-
Ey-
um landið í þágu friðar," segir Hall-
dór Blöndal en hann man vel eftir
þessum spretti sínum.
Aðspurður hvort
ekki hafl verið erfitt
að spretta úr spori í
jakkafötum, bindi
og blankskóm,
segir Halldór svo
ekki hafa verið.
„Þetta var stutt-
ur sprettur," segir
hann.
'BBF Að sögn Hall-
dórs hefur Eymund-
111 fóstursonur hans
JP* sinnt málefnum Sri
Chimnoy-samtakanna hér-
lendis. Samtökin eru heimsþekkt
fyrir starf sitt að friðarmálefhum og
hafa m.a. unnið náið með Samein-
uðu þjóðunum á þeim vettvangi.
Gamla myndin
Friðarhlaup Halldór Blöndal þáverandi samgöngu- og iandbúnaðarráðherra hleypur með
kyndilinn siðasta sprettinn I friðarhlaupi 1991. Á innfelldu myndinni er Halldór I dag.