Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 59
DV Síðast en ekki síst FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 79 Geiri á Goldfinger segir staðinn einn af stærstu súlustöðum Evrópu Með hundrað stelpur að dansa „Ég held að mér sé alveg óhætt að segja að Goldfinger er með stærri súludansstöðum í Evrópu," segir Ás- geir Þór Davíðsson eigandi súlu- staðarins Goldfinger í Kópavogi. „Yfir árið eru um hundrað stelpur að dansa hjá mér en margar koma og fara eins og þær vilja enda staðurinn minn orðinn rótgróinn og stelpurnar eru ánægðar," segir Geiri í Goldfinger eins og hann er oftast kallaður. „Hjá mér er allt löglegt og stelp- urnar vita rétt sinn. I búningsklefa þeirra hangir uppá vegg blað með símanúmeri Stígamóta meðal ann- arra staða og hér fer ekkert ólöglegt fram, hvorki vændi né fíkniefna- neysla," segir Geiri. Hann segir að fólk á öllum aldri sæki staðinn og stundum biðji hjón um einkadans. „Svo koma hingað konur sem biðja um einkadans en ég veit ekki hvort þær eru samkyn- hneigðar eða ekki, ég spyr fólk ekki um kynhneigð þess," segir Geiri og skellihlær. Hann segir að margir af útlend- ingunum sem komi til hans séu þekktír í sínu landi og fari þess vegna á súlustaði þegar þeir eru erlendis. Geiri segir að sumir komi og leggi kortíð sitt inn og eyði stundum ansi háum fjárhæðum á staðnum. „Það hafa líka komið hing- að mæður með fatlaða ur meo iauaoa GoWinaer^Hi'n!!^^ með n°l<krurn dönsurum á «w Z2SSáS3XS^m**m‘***’ sym sina Ul ao bjoOa peim ogkaupafyrirþá'einkadans.‘ einkadans. þeir eru mjög spenntír þegar þeir koma enda vaða þeir kannski ekki í kvenfólki vegna fötlunar sinnar," segir Geiri. Hann segir að næst á dagskrá hjá honum sé að vinna dagatal- ið sem hann gefur alltaf út ár hvert í desember. „Eg hef þurft að prenta aukaupplag af dagatalinu því það er mjög vinsælt og hver sem vill getur komið hingað og fengið eitt eintak. Svo sendi ég þau um borð í öll skip á landinu og það hefur vakið mikla lukku," segir Geiri og virðist ekki vera á förum með súlustað sinn í bráð. Hundar leggja Egil í einelti Hafa hægðir í heimtröðinni Sumir halda því fram að rign- ingin í sumar sé hluti af kosninga- loforði Vilhjálms borgarstjóra um hreinsun borgarinnar og ef svo er, þá er vel að verki staðið. And- stæðingar hreinnar borgar stunda skyndiárásir og vega um nætur úr launsátri hreinar gangstéttir og stíga, setja upp gildrur og glotta úr felum yfir því hugarvíli sem þeir ná að valda. „Hundur hefur fundið sig í því að gera þarfir sínar stórar og smáar við innkeyrslu og heimtröðina hjá mér. Ég veit ekki til þess að ég hafi } gert á hlut hunds um mína daga, en auðvitað má vera að ég hafi yf- irskyggt líf einhvers hundaeiganda með góli mínu undangengin rúm þrjátíu ár - nema hvortveggja sé," sagði Egill Ólafsson tónlistarmað- ur í spjalli við DV. „Annars er ég ánægður með Vil- hjálm borgarstjóra. Hann hefur gert ljómandi átak í hreinsun gatna og gangstétta í 101. Ég er sannfærð- ur um að með því að hafa göturn- ar hreinar og snyrtilegar verði um- gengni um þær í kjölfarið betri. Ég trúi því að þegar fjallabúarnir sem búa utan við 101, koma í mið- bæinn um helgar, gjarnan kátir, öskrandi, stífandi úr hnefa bjórinn I sinn, þá virði þeir snyrtilegar göt- urnar og leggi af fyrri siði - að spýta út úr sér tyggjóslummum, míga og skíta í húsasund og garða og mylja tómar flöskur á gangstéttum." „En þetta með hundinn, ég hef nú gjarnan sópað þessum harðlífis- skít hundsins af auðmýkt og hugs- að hlýlega til blessaðrar skepn- unnar - en þegar guðsvolað dýrið skilur við sig steinsmuguslepju, þá kárnar gamanið - þá þarf að spúla og skrúbba. Engu að síður hugsa ég fallega til hunds og manns, vit- andi að sektarkennd og sam- viskubit hrúgast upp, ja, eins og skítur í hugum beggja vegna at- hæfisins. Oft tek ég eftir því að stig- ið hefur verið ofan í herleg- heitin og veit þá jafnframt að undir skósólum saklauss veg- faranda er skítaskán og eflaust fylgir henni tilheyrandi lykt. Þetta ber viðkomandi með sér, óafvitandi, inn í híbýli, einka- bifreið, skrifstofu eða verslun, jafnvel veitingahús, og afleið- ingin af slíku hefur engin endi- mörk í mínum huga. Ef til vill hendir þetta hund- eigandann sjálfan og ég verð að segja að allir þolendur vegna þessa eiga samúð mína. Nú á ég ljósmynd af hundin- um og afturfótum eigandans sem ég hef hengt upp hjá mér og þessa dagana bið ég þeim allrar blessunar og vona að þeir geri báðir sín stykki á af- viknari stað. Þó ég sé á þeirri skoðun að allir eigi að hafa frelsi til at- hafna, ekki aðeins þeir sem eru á sömu skoðun og ég, heldur ekki síður þeir sem eru á annarri skoðun, og það veit ég að er meira en sagt verður um margan samtíð- armann minn í okkar samfé- lagi - en þetta með hundinn og eiganda hans - þar dreg ég í auðmýkt mörkin," sagði Egill. kormakur@dv.is Egill Ólafsson Sésf hérfyrirframan hús sitt við Grettisgötu en hundarhafa iagtþað í vana sinn á ganga örna sinna við heimtröðina. ata I I Nylon byrjar betur en Björk í Bretlandi Stúlknasveitin Nylon er að gera góða hluti í Bretlandi þessa dag- ana. Nylon er nú í tónleikaferð með strákabandinu McFLY og hófst ferð- in með risatónleikum í Sheffield. Áður en Nylon steig á svið var myndbandið við lag- ið Closer sýnt á risa- skjám og sungu all- ir með. „Það varð baraalltkolvitlaust. Það kom meira að segja mér á óvart hvað margir sungu með," segir Einar Bárðarson, um- boðsmaður Nyl- on, en hann var að sjálfsögðu staddur á tón- leikunum. Það má L segja að Nyl- I on-stelpumar séu að ná góðum ár- angri á Englandi því fyrsta smáskífa þeirra með laginu Losing a friend hefur náð lengra en smáskífa Bjark- ar, Human Behaviour, á sínum tíma. Björk komst þann 19. júm' 1993 í 36. sæti á breska smáskífulistanum en Nylon fór í 29. sætið þann 17. júlí á þessu ári. Þess má geta að Nylon gefur út næstu smáskífu, með laginu Closer, þann 23. okt- óber og þá verður gaman að fylgj - ast með hvort lagið nær sama ár- angri og Losing a fiend. Til gamans má geta þess að hvorki Nylon né Björk kom- ast þó með tærnar þar sem hún Alda okkar hafði hælana því Alda náði á sínum tíma 7. sætí með laginu Real Good time. Björk Þaðverðurþóekki tekið afBjörk að hún er enn frægari en Nylon i Bretlandi en þó gæti það breyst fljótlega. Alda Alda ber höfuð og herðar yfír aðra Islendinga sem hafa náð inn á breska smásklfulistann en hún náði 7. sæti með laginu Realgood timeásínumtlma. Nylon-flokkurinn Hefurslegið Björk við á breska smáskífulistanum með þvl að ná 29. sæti með laginu Losing a friend en Björk náði á slnum tlma 36. sæti með Human Beahvior. Dómstóll götunnar Söknuðurað Varnarliðinu? „Nei, einfaldlega enginn söknuður." Arnar Jónsson sjómaður „Nei, það hefur ekki gertþað mikiö fyrirokkur Jóhanna Soffía Birgisdóttir heimavinnandi „Nei, það er ekki nauðsynlegt fyrir okkur. Nema björgunarsveitin, hún erþað eina sem ég sakna.“ Jean Michel Paoli kvikmyndagerðar- maður „Nei, ekki I mlnu tilfelli." Sigurjón Sigurðsson öryggisvörður „Nei, ég held að það hafí ekkert hér að gera og hafi aldrei haft." Óskar Sverrisson vélstjóri „Nei, ég hefekkert þurft á því að halda." Rannveig Sigurðardóttir verslunarkona „Nei, það er friður Iþessum heimshluta." Örn Þórðarson kerfisfræðingur „Nei, ég hefekkert fundið fyrir þvi hér á landi." fvar Kristinsson ferðalangur „Nei, ég verð ekki vör við það." Guðrún Ketilsdóttir verslunarkona „Nei, það held ég ekki. Það erágættað vera laus við herinn." Guðrún Elíasdóttir húsmóðir Varnarlið Bandaríkjanna hér á landi mun senn heyra sögunni til. Viðmælendur DV voru á einu máli um að enginn söknuður yrði að því fyrir utan björgunarsveit liðsins i einhverjum tilfellum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.