Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1961, Qupperneq 5

Freyr - 01.06.1961, Qupperneq 5
REYKJAVÍK, JÚNÍ 1961. KRISTÓFER GRÍMSSON: SÓKNARLEIÐIN Fram að síðustu aldamótum vorum við íslendingar tæknivana þjóð, sem tajó við samgönguleysi, fátækt og fábreytt at- vinnulíf. Aflvélar við atvinnurekstur voru þá lítt þekktar. Skáldin voru þó farin að kveða þeim lof í ljóðum sínum, og nokkrir hugsjónamenn aðrir sáu hylla undir bjartari framtíð, er aukin samtök og aflvélanotkun mundi hrinda af stað. Sjávarútvegurinn varð hér fyrstur til að ryðja hinni nýju vélamenningu braut. Með útgerð togara og vélbáta opnuð- ust þjóðinni stórkostlegir möguleikar til bættra lífskjara. Fólkið flykktist úr sveit- um landsins að sjávarsíðunni til þátttöku í uppbyggingu vélknúins sjávarútvegs og til þess að stofnsetja vísi að iðnaði. Og þróunin stefnir stöðugt til fjölþætt- ara atvinnulífs, með sívaxandi þörf fyrir nýtt blóð úr sveitum landsins. Svo hófst virkjun fallvatnanna, sem á nú fullt í fangi með að haldast í hendur við sívaxandi orkuþörf, vegna mannfjölg- unar og iðnþróunar. Meðan þessu fer fram, þyngist róðurinn fyrir sveitabúskapinn, því árlega fækkar þeim, er leggja vilja hönd á plóginn þar. Varð nú að bregða skjótt við og marg- falda orku einstaklingsins með ýmsum fá- anlegum hjálpartækjum, því nú fór þörf- in fyrir landbúnaðarafurðir hraðvaxandi. Mikil sóknaralda fór því um hugi bænda, með því markmiði að fullnægja neyzluþörf nýrra atvinnuvega. Samfara almennum áhuga bænda að afla sér nýrra og betri framleiðslutækja, mynduðu þeir einnig félagsskap, til þess

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.