Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 7

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 7
FRE YR 19 ÁSGEIR L. JÓNSSON: VATNSLEIÐSL Grein þessi er hér prentuð sem handrit að erindi, er flutt var á ráðunautafundi í Reykja- vík þ. 9. des. 1960, sem inngangur að um- ræðum um þetta mál. Ritstj. Eg hef orðið þess var, að héraðsráðu- nautar hafa ekki veitt eins miklar leið- beiningar um vatnsleiðslur fyrir einstök býli og æski'.egt væri. Mér er ekki fyllilega kunnugt um hvað þessu veldur, hvort þeir eru að smeygja þessu fram af sér eða hvort þeim finnst sig bresta þekkingu til þess að einhverju leyti. Ég geri ekki kröfu til þess að þeir glími við erfið viðfangs- efni upp á eindæmi, en þeir eiga að geta leyst auðveld hlutverk og jafnvel gert nauðsynlegar mælingar og athuganir og sent mér, þegar um vafasama aðstöðu er að ræða. Ég vil hér í stuttu máli drepa á nokkur meginatriði varðandi vatnsleiðslur. Hið fyrsta, sem ber að athuga, er vatns- bólið. Vatnsnám úr læk, á eða vatni, sem sé opið vatn, ber að forðast, ef þess er kostur. Þó getur það verið gott, ef aðstaða er til þess að veita því inn yfir sand eða mel, sem getur síað það. Einnig er hægt að útbúa sérstakar síur, en það er ekki tími til að ræða hér. neyðin hefur knúið dyra. Þannig fór að minnsta kosti fyrir Englendingum á stríðs- árunum síðustu og svo á þeim tímum, sem síðan eru liðnir. Ef góðar uppsprettur eru til staðar með nógu vatni, þá er vandinn enginn. Stund- um eru uppsprettur í mýrum, þar sem vatnið sígur út án þess að rennsli sjáist. Til þess að geta athugað gæði vatnsins og magn, verður fyrst að gera skeifumynd- aðan skurð í kringum uppsprettuna, þannig, að hún einangrist frá mýrinni, síðan skal grafa litla rás úr uppsprettunni til þess að hægt sé að mæla rennslið. Ná- kvæmust verður mælingin með því að búa til smáfoss þannig, að hægt sé að setja fötu undir bununa um leið og tíminn er tekinn í sekúndum. — Stundum getur leynzt nóg vatn í dýjum, sem ekkert vatn sést renna frá. Verður því ávallt fyrsta verkefnið að grafa skurð frá dýinu, en bíða síðan átekta, því að vel getur komið allmikið vatn í byrjun, en síðan minnkað. Oft þarf að athuga rennslið yfir langan tíma til öryggis. Stundum finnst engin uppspretta, en þá er að leita eftir brunn- stæði á líklegum stað. Um það get ég ekki rætt hér, en oft fæst gott vatn undir há- um meljaðri.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.