Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 16

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 16
28 PRE YR STEFÁN AÐALSTEINSSON: Votheysgerð — Nokkrar tilraunaniðurstööur — Sökum hinna miklu skrifa um votheys- gerð í ágústhefti Freys, LVII. árg., nr. 15 —16, þar sem votheysgerðin er löstuð af einum en lofuð af öðrum, þykir mér rétt að benda lesendum Freys á, að hér á landi hafa verið gerðar allumfangsmiklar rann- sóknir á votheysgerð undanfarinn áratug á vegum Tilraunaráðs búfjárræktar, Bún- aðardeildar og Iðnaðardeildar Atvinnu- deildar Háskólans og Verkfæranefndar rík- isins. Var á s. 1. ári birt skýrsla um fyrsta þátt þessara rannsókna, og birtist hún í A- flokki Rita Landbúnaðardeildar, nr. 13, og er þar lýst áhrifum mismikillar fergingar á verkun votheys. í þeim tilraunum var eng- in íblöndun notuð í votheyið. Grasið var annars vegar ósöxuð há, verkuð í gryfjum, en teknar voru til samanburðar niðurstöð- ur af verkun á söxuðu fyrri sláttar grasi í turni. Niðurstöður þessara rannsókna eru hinar athyglisverðustu, og verða þær helztu raktar hér á eftir. Hitamyndunin var mest í farglausa vot- heyinu, en minnkaði með auknu fargi. Þó var hitamyndun of rnikil við grjótfarg, er nam 600—700 kg/m2 og við pressu. sem gaf hámarksfarg, er nam 1300 kg/m2, en lítil hitamyndun, þegar notuð var pressa, sem gaf 3000 kg hámarksfarg á m2. Hitamyndunin virtist hafa mjög mikil áhrif á verkun votheysins, þannig að þeg- ar hitinn hélzt um eða neðan við 25°C, varð verkunin góð eða ágæt, en óhagstæð- asta hitastigið var frá 35—40°C. Færi hit- inn yfir 45 °C, fóru gæði votheysins batn- um. Blásarinn hentar ekki til súgþurrk- unar almennt. Til þess skilar hann of litlu loftmagni við þann yfirþrýsting, sem reikna má með í súgþurrkunarkerfum. Ólafur Guðmundsson. andi, en við svo mikinn hita verður mikið efnatap. Sýndi það sig m. a., að því hærri sem hitamyndunin hafði verið, því meira vatn reyndist í votheyinu, og virðist það stafa af vatnsmyndun við gerjun, sem verður því örari sem hitinn hækkar meira. Því hærra sem þurrefnið var í vothey- inu, þeim mun betri varð verkunin að öðru jöfnu. Þannig hækkaði mjólkursýrumagn- ið að meðaltali um rúmlega 1% (t. d. úr 0.4% í nærri 1.6%), þegar þurrefnið í vot- heyinu hækkaði úr 21% í 29%, en þessi hækkun á mjólkursýru hefur gagnger á- hrif á sýrustigið (pH) til hins betra. Þá kom ennfremur í ljós, að sýrustigið í votheyinu hafði mikil áhrif á það, hversu næringarauðugt þurrefnið í votheyinu var. Því meiri mjólkursýra sem myndaðist, þeim mun lægra varð sýrustigið og verk- unin öruggari, og jafnframt varð fóður- gildi þurrefnisins í votheyinu þeim mun hærra. Þær niðurstöður, sem raktar eru hér að framan eru aðeins staðfesting á því, sem áður hefur fundizt í erlendum rannsókn- um, og er gott til þess að vita, að niðurstöð- unum skuli bera svo vel saman við erlenda reynslu. Þess vegna virðist einnig eðlilegt, að við gerum sömu kröfur til gæða vot- heysins eins og gert er erlendis, einkum þegar á að nota það til mjólkurframleiðslu, en þá liggur mikið við, að mjólkursýru- magnið sé hátt, sýrustigið lágt og smjör- sýran og edikssýran lítil. En pá fer heldur en ekki af gamanið, pegar hinn erlendi mœlikvarði er lagður á íslenzka votheyið i pessari rannsókn, pvi að samkvœmt pví er aðeins rúmur priðj- ungur hinna rannsökuðu sýnishorna gott eða ágœtt vothey, tæpur priðjungur við- unandi og rúmur priðjungur lélegt eða afleitt að gœðum. Ályktunin, sem dregin er af niðurstöð- um þessarar rannsóknar er því eftirfar- andi: „Niðurstöðurnar benda til, að mjög erf- itt sé að ná öruggri verkun á votheyi úr ósaxaðri há án íblöndunar, nema með mjög miklu fargi. Söxuð fyrri sláttar taða getur verkazt vel í turnum án íblöndunar“.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.