Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 15

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 15
FRE YR 27 reynslutímann og var í fullkomnu lagi að honum loknum. GASCOIGNE-MJALTAVÉL Gascoigne-mjaltavélin hefur verið í notkun hér á landi í mörg ár. Á henni er jafngengur sogskiptir, en hægt er að breyta honum þannig, að hann skipti vinnuslaginu ójafnt á milli sogs og þrýst- ings við spena. Verkar þá sogslagið 75%, en þrýstislagið 25% af slaginu. Er hægt að breyta sogskiptinum á þann veg með því að skipta um sleða í honum og loka fyrir annan slöngustútinn, sem liggur til tengikrossins. Eftir breytinguna vinna öll spenahylkin samtímis á spenunum, en ekki sitt á hvað á hvorum júgurhelming, eins og venjulegast er. Það er með öðrum orð- um sogslag í öllum spenahylkjunum sam- tímis. Á s. 1. ári fékk Verkfæranefnd til próf- unar Gascoigne-mjaltavél með þessum breytta sogskipti, og var gerður saman- burður á mjaltahæfni hennar, og mjalta- hæfni sömu vélar með jafngengum sog- skipti (50:50). Niðurstöður sýna, að mjaltatíminn var mun styttri, þegar nýi sogskiptirinn var notaður, og nam sá munur að meðaltali um 16%. Hreytur voru og mun minni í kúnum, þegar hann var notaður. Þegar nýi sogskiptirinn var notaður, seldu kýrn- ar nær 83% af nytinni á 3 fyrstu mínút- um mj altatímans, en um 68%, þegar eldri gerðin var notuð. í prófun er ný gerð spenahylkja á Gas- coigne, en of snemmt er að segja um reynslu þeirra, þar sem prófuninni er enn ekki lokið. HEYBLÁSARI Tékkneskur heyblásari, gerð Toron, kom til prófunar í septemberlok 1960. Var hann reyndur að nokkru þá um haustið, og að nokkru s. 1. sumar. Toron-blásarinn er af svokallaðri „in- jektor“-gerð. Heyið er látið í einskonar trekt, sem opnast niður í flutningsrörin aftan við blásarann, og fer því ekki í gegnum hann sjálfan (sjá mynd). Mælingar voru gerðar á afköstum blás- arans og aflnotkun við mismunandi snún- ingshraða, og voru niðurstöður í höfuð- dráttum þessar: sn/mín Þrýstingur í blástursrörum, mm vatnssúla (VS) Loftmagn, cuft/mín Aflnotkun, hestöfl 970 0,0 7180 4,5 — 50,0 2500 4,1 — 89,0 0,0 2,6 1180 0,0 8000 6,8 — 50,0 3500 6,5 — 127,0 0,0 3,8 1370 0,0 9500 10,3 — 50,0 4500 10,0 — 172,0 0,0 5,4 í töflunni er loftmagn og aflnotkun fyrst gefin upp við opinn blásara, þ. e. enga mótstöðu í flutninsgrörum (0,0 mm VS). Síöan eru afköstin gefin upp við 50 mm VS yfirþrýsting, og loks sést, hve háan þrýsting blásarinn gefur, þegar blásturs- rörunum er alveg lokað. Toron-blásarinn er ætlaður til þess að blása þurrkuðu heyi, hálmi o. þ. u. 1. Mæld voru afköst við flutning á heyi, sem hafði 70% þurrefnismagn. Blásturshæðin var 6 m, og snúningshraði blásara 1150 sn/mín. Blásarinn flutti sem svarar 55,1 tonn á klst. og tók þá um 6x/2 hestafl. Við flutn- ing á fullþurru heyi, blásturshæð 2 m, mældust afköstin 8,4 tonn á klst. Blásar- inn var einnig notaður til þess að blása heyi með um 50% þurrefni og skilaði góð- um afköstum. Alls voru flutt með blásaranum á reynslutímanum um 100 tonn af heyi. Hann reyndist léttur og auðveldur í með- förum, og engar bilanir komu fram í hon-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.