Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 10

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 10
22 FRE YR Plaströr eru þjál og sveigjanleg, auðvelt að leggja þau í jörð og þau ryðga ekki. Hér á landi eru þau notuð í vatnsleiðslur. Erlendis er farið að gera lokrœsarör úr plasti. hallinn jafn að hallabrigðum, þá þarf sennilega engan lofthana. í þessu dæmi, sem ég greindi, er hæðar- munurinn milli upptaka og neyzlustaðar 9,25 m og vatnsmagn leiðslunnar rúml. 0,25 1/sek. Ef engin bunga hefði verið á leiðinni, jörðin hvergi snert loftlínu dregna milli endapunkta, þá hefði hallinn orðið 1:54, sem reikna varð með. Fyrir þennan halla er engin pípuvídd til, sem flytur ná- kvæmlega sama vatnsmagn og reiknað var með í dæminu, þ. e. 0,25 1/sek. l”-pípa mundi flytja um 0,20 1 en iy4”-pípa um 0,36 1/sek. Rétt er að velja vatnsleiðslu legu eftir sem jöfnustu landi og forðast skarpar beygjur, því að þær auka núningsmót- stöðuna og draga þar með úr flutningsgetu leiðslunnar. Þá ber að taka tillit til þess, að sem auðveldast sé að koma leiðslunni ofan í jörðina. Það er lakara að þurfa að gera ofanjarðar fyllingu yfir leiðsluna. Ef leiðslan fer upp á við, yfir hæð, og fellur síðan aftur niður, þá má gera ráð fyrir að loft geti safnazt fyrir í pípunni á hábungunni, er hefti vatnsrennslið. Ef leiðslan sveigist niður í gil, þarf að grafa hana sem dýpst niður í gilbarmana, til þess að draga úr skörpum beygjum. En þó að það sé gert, þá er hætta á, að loft geti safnazt í pípuna um hallabrigðin á öðrum hvorum gilbarminum eða á báð- um. Á slíkum loftsöfnunarstöðum þarf að setja lofthana á leiðsluna. Til þess má nota venjulegan y2” vatnskrana og snúi snerillinn upp. Utanum þá verður að setja stokk eða rör, sem nær upp úr jörð, en lok sé yfir. Á kranasnerilinn skal festa stöng, er nái upp undir lokið og sé auð- velt að festa hönd á henni, til þess að opna og loka fyrir kranann. Ég hef vikið aðeins að nokkrum helztu grundvallaratriðum varðandi auðveldar vatnsleiðslur. Ýmislegt fleira hefði ef til vill verið ástæða til að minnast á, s. s. upptöku vatnsins, vatnsgeyma bæði utan húss og innan o. fl., en ég læt hér staðar numið. Aburðarnotkun minnkar Þrátt fyrir að túnstærð hefur aukizt um nálægt 7500 ha síðan 1959, og enda þótt áburði sé dreift á heiðar og beiti- lönd í vaxandi mæli, hefur notkun áburð- ar raunverulega minnkað að mun á sama tíma. Samkvæmt sölureikningum Áburðarsölu ríkisins hefur síðastliðin 3 ár verið notað neðangreint áburðarmagn: Áburðarefni: 1959 1960 1961 Köfnunarefni (N) lestir 7686 7080 7484 Fosfat (P2O5) — 3978 3700 3553 Kali (K2O) — 2252 2960 1957 Frá 1959—1961 hefði áburðarnotkunin átt að aukast um nálægt 10%, en í þess stað hefur hún minnkað. Hvað veldur?

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.