Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 35

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 35
FRE YR 47 bæði hinna eldri og yngri. Hana ættu sem flestir að lesa, hún gefur margt tilefnið til eftirþanka og hún kostar hér um bil ekkert, aðeins 25 krónur fyrir bók, sem er 160 síður. G. 03 Kvæði frá Holti Hann Sigurður Einarsson í Holti er ekki bara prestur, hann er merkisprestur og merk- ismaður, en þó fremur flestu sérstakur hag- leiksmaður í því að koma andríkum hugsun- um sínum á pappír i því formi, sem kallað er bundið mál. Maðurinn er mikið skáld. Þetta er svo sem ekki neitt nýtt, en að hér gefst tækifæri til að undirstrika það er á þeim viðburði byggt, að skáldið í Holti hefur sent Frey KVÆÐI FRÁ HOLTI, laglega ljóðabók, 100 síður innan kápu, en hvað segir síðufjöldi þegar um ljóðabók er að ræða? Sáralítið. Efni svona bókar er raunar miklu meira og fjöl- breyttara en stórra doðranta, sem af mærð og mikilli mælgi eru oft skráðir um miklu lít- ilfjörlegri efni, og af aðeins broti úr andagift miðað við það, sem Kvæði frá Holti geyma á bak við rímið. Sem sýnishorn úr bókinni prestsins þeirra, þarna undir Fjöllunum, er kvæðið „Vér bænd- ur“, sem birt er á þriðju síðu síðasta heftir Freys, ekki af því að það beri svo mjög af öðr- um kvæðum í bókinni, heldur af því, að það er næst að efni þeim hugarheimi, sem Freyr vill ferðast í og dvelja við. Fjölbreytni mynda þeirra, sem brugðið er upp í erindum og verslínum kvæðanna frá Holti, er það mikil, að hér gefst ekki rúm til að rekja slíkt, en ekki skal því leynt, að margt er hugnæmt það, sem túlkað er í Suðurfarar- vísunum, magnþrungin eru „Heilög vé“, ljúfl- ingsrödd ómar í „Þorsteinsminni" og fjölbreytt er „Við farinn veg“, flest eru kvæðin alþýðleg, ýmist góð eða yndisleg, önnur mögnuð, það held ég. Handbók bænda Handbók bænda 1962 er komin út. Þetta er 12. árgangur Handbókarinnar. Búnaðarfélag íslands gefur hana út að vanda en ritstjóri er Agnar Guðnason. Ýmsir hafa álitið að undanförnu, að svo mik- ið efni væri endurtekið árlega, að ekki þyrfti að kaupa hana nema annaðhvort ár. Þetta er misskilningur. Það er rétt, að á ýmiss atriði er drepið á hverju ári en alltaf er það eitthvað nýtt, sem fram kemur og í þetta sinn er meg- inmagn Handbókarinnar alveg nýtt, en auð- vitað er hvergi hægt að hafa frásögn tæmanid svo að þótt um þau verði f 'allað á næsta ári, verður einnig þá nokkuð nýtt um þau að segja. Handbók á að vera og er alltaf minnisbók, en ekki alfræðibók. I þetta sinn eru ýmiss efni utan við hin búskaparlegu sýslan svo sem þátt- ur fyrir húsmæður, um tryggingamál, um veiði- skap . . . já, það er bara ekki hægt að telja hér hin ýmsu atriði, sem á er drepið og öll eru gildisaukandi fyrir bókina sem handbók bænda og húsmæðra. Að venju er almanakið með, ýmissar hagnýtar skýrslur, eyðublöð aft- ast fyrir skýrslur og til minnis, og svo er skylt og sjálfsagt að geta hinna fjölmörgu vígnetta, sem prýða bókina stórlega og raunar segja miklu meira en langt lesmál. Að þessu leyti mun Handbókin varla eiga sinn líka í innlend- um bókmenntum. Handbókin er í þægilegu broti og í þjálli plastkápu. Hún selzt vonandi á fáum vikum, enda kostar hún aðeins 75 krónur. Þetta er bók, sem er bæði útgefanda og öllum aðstandendum til sóma og verður kaupendum vonandi að góðu gagni. G. G.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.