Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 33

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 33
FRE YR 45 Frádráttur verðs á þvegnum eggjum Það er ekki aðeins á íslandi, að eggja- framleiðendur hafa þann óvana um hönd að þvo egg. Það er eitt af barátturnálum ráðunauta í alifuglarækt og þeirra, sem miklu varnarstörf munu ráða úrslitum um það, hvort tekst að vinna fullan bug á þurramæðinni eða ekki. Ef litið er í heild á varnarmálin hér á Vesturlandi og þær aðgerðir, sem einna helzt koma til greina, verður að hafa það í huga, að enn ríkir óvissa um árangur af síðari fjárskiptum í Dalahólfi, og sífellt vofir sú hætta yfir, að smit berist út frá Mýrahólfi, t. d. með lömbum undan veik- um kindum. Einkum var hætta á þessu á árunum 1956 og 1957, meðan veikin leyndist í Lækjarskógi. Vegna þessa og í samræmi við það, sem fyrr var sagt, tel ég að svo stöddu nauð- synlegast að leggja áherzlu á eftirfarandi atriði: 1) Trygging á varnarlínum og vörzlu umhverfis Mýrahólf og auk þess á línum vestan Borgarfjarðarhólfs og umhverfis Dalahólf. 2) Að nú í vetur sé allt ásetningsfé i Mýrahólfi merkt með númera-merkj- um og skráð — og siðan einnig öll lömb, sem fœðast þar á nœsta vori. 3) Að gerðar séu virkar ráðstafanir til þess að forðast sem mest tilfærslu á fé milli bœja. 4) Að gerðar séu ráðstafanir til að koma á eftirliti með heilbrigði fjár í Dalahólfi og í Borgarfirði. Og að lokum: 5) Kannað verði til hlítar, hvort til- tœkilegt sé að koma upp nýrri varn- arlínu í Mýrahólfi, svo að unnt verði að framkvœma fjárskipti á takmörk- uðu svœði innan þess, ef þörf gerist. verzla með egg, að leiðbeina fólki í því að hafa hreinlæti í hænsnahúsum svo að egg óhreinkist ekki, og verði egg óhrein þá að hafa þau sér og nota þau strax. Það er staðreynd, að þvegin egg eru og verða ævinlega annars eða þrlðja flokks vara ef þau eru geymd, og að senda þau á markað með öðrum og betri eggjum, er náttúrlega framferði, sem telzt til vöru- svika Öllum ætti að vera ljóst, að þvegin egg geymast mjög illa af því að himnan, sem utan á þeim er og ver þau annars gegn utanaðkomandi áhrifum, er óhjákvæmilega rofin við þvottinn og leiðin inn í eggið opnuð fyrir bakteríur og sveppa. í ýmsum löndum hafa þær ráðstafanir verið gerðar, að hjá þeim, sem senda þvegin egg á markað, er dregið frá verði innlagðra eggja og það svo um munar. í Ástralíu hefur slík ráðstöfun verið gild- andi síðan 1947 og er þar dregið um 10% frá verði hjá þeim, sem leggja inn þvegin egg til sölu. Álíka ráðstafanir hafa verið gerðar og eru í gildi í Danmörku og ír- landi. Og í öllum löndum er bannað að flytja út þvegin egg. Hitt er svo annað mál, að þvegin egg geta verið jafn- góð og hin óþvegnu, aðeins ber að nota þau strax eftir þvott og geyma þau aldrei. Þess vegna verða þau að vera alveg sér og aldrei blandað saman við önnur egg. í Bretlandi er eggjaframleiðsla ört vax- andi á síðari árum og þar er þvottaspurs- málið líka til meðferðar. Þar er markað- urinn nægur og hefur ekki þurft að geyma egg þar að ráði, en samt er eggjaþvottur vandamál af því, að innlendu eggin verða þó að vera jafngóð og hin, sem inn eru flutt, annars verður álit neytendanna það, að innflutt egg séu betri. Við íslendingar höfum við enga að keppa nema okkur sjálfa um að selja góða vöru og alltaf fyrsta flokks, þar sem egg eru á markaði. Því er höfuðnauðsyn að hafa um- búnað og umgengni þannig í húsunum, að sem fæst egg þurfi að þvo, en þau, sem þvegin eru, skal alltaf hafa sér og nota þau innan fárra daga, jafnvel þó að þau séu geymd á góðum og svölum stað.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.