Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 24

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 24
36 FREYR hvort með því að bœta rœkt túnsins — og með því fœst bezti og ódýrasti töðuaukinn — eða með því að stækka túnið, og auka töðufallið með því. Og geri þeir þetta síð- ara, þá treystið ekki um of á nýræktar- töðuna til fóðurs, jafnvel þó þið hafið gœtt þess að slá nýræktina snemma, og þurrka hana vel eða súrsa. Túnið þarf að komast i góða rækt áður en taðan af því verður góð. í dálkunum 15 til 22, hef ég skipt bænd- um í hópa, eftir því hve margt sauðfé þeir höfðu á fóðri veturinn 1960—1961. Flestir bændur eiga sauðfé, ef þeir hafa skepnur á annað borð, en þó voru það 161 bóndi, sem var sauðlaus, eða 2,7%. 815 bændur eða 13,8% áttu innan við 50 kindur. 1453 bændur eða 24,5% áttu milli 51 og 100 kindur. 2209 bændur eða 37,3% áttu milli 101 og 20D kindur. 895 bændur eða 15,1% áttu milli 201 og 300 kindur. 254 bændur eða 4,3% áttu milli 301 og 400 fjár. 87 bændur eða 1,5% áttu milli 401 og 500 fjár, og 48 bændur höfðu yfir 500, og sumir nærri 1090 kindur á fóðri. Skýrslan ber með sér hvar á landinu fjármörgu bændurnir eru, og eins og sést á henni, eru þeir flestir í Austur-Húna- vatnssýslu, sem höfðu yfir 400 fjár á fóðr- um síðastliðinn vetur. í dálkana 23 til 30 er bændum aftur skipt eftir því hve margar mjólkandi kýr þeir höfðu í fjósum sínum veturinn 1960 til 1961. Þar kemur í ljós, að 513 bœndur eiga enga mjólkandi kú, 543 aðeins 1 kú, og 1594 tvær eða þrjár kýr. Það eru því alls 2650 bændur á landinu sem eiga 3 kýr eða færri, og er það 45,4% af öllum bænd- um landsins. Allir þessir bændur eiga mjög erfiða aðstöðu til að selja mjólk. Fýrir það fyrsta hafa þeir mjög litla mjólk, sem þeir mega missa frá heimilinu, og í öðru lagi verður flutningur á henni venjulega dýr, bæði af því hvað hún er lítil, og því, að venjulega eru kúafáu bæirnir dreifðir og erfiðara að safna mjólkinni saman frá þeim, en hinum, sem kúafleiri eru og oft- ast liggja þéttara. Er nú talað um að reisa ný mjólkurbú í kúafáum sveitum eins og Búðardal, Reykhólum og Djúpavogi. — Við bændur þar vildi ég segja þetta: Það er eðlilegt að þið viljið senda sem mesta mjólk til búsins þegar það kemur, og því langi ykkur til þess að fjölga kúnum. Gerið það ekki fyrri en þið hafið aukið heyskapinn eða fœkkað fénu, þá komist þið að raun um, hvort betur borgi sig að hafa kýr á einhverju af því fóðri, sem þið áður létuð sauðféð umsetja í afurðir. Umfram allt, fjölgið ekki kúnum fyrri en taðan hefur aulcizt. Flestir bændur eiga 4 til 10 kýr, þeir eru 2144 eða 36,2%, 949 bændur eða 16,0% eiga 11 til 20 kýr og eru þeir flestir í Árnessýslu 269, þá í Rangárvallasýslu 165, Eyjafjarð- arsýslu 156 og Borgarfjarðarsýslu 70, og svo færri í hinum sýslunum, en enginn bóndi í Barðastrandarsýslu eða Stranda- sýslu á 11 kýr eða fleiri. 144 bændur eða 2,43% höfðu 21—30 mjólkandi kýr í fjós- um sínum í vetur er leið. Þeir voru í Ár- nessýslu (33), Rangárvallasýslu (33), Eyjafirði (27), Suður-Þingeyjarsýslu (14), Borgarfjarðarsýslu (13), Kjósarsýslu (11) og svo færri í öðrum sýslum. Loks eru svo 17 bændur sem eiga á mili 31 og 40 kýr mjólkandi og 18 sem eiga yfir 40 kýr. Greinilega kemur það fram, að kúa- mörgu heimilin eru á Suðurlandsundir- lendinu, Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjar- sýslum og Borgarfirði, enda hafa bændur í þeim haft starfandi mjólkurbú lengst, og fyrst fengið sæmilegt vegasamband, til þess að geta náð mjólkinni saman til bús- ins.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.