Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1962, Qupperneq 8

Freyr - 15.09.1962, Qupperneq 8
i 996 FREYR óánægja yfir þeini úrskui'ði meðal bænda. Rakti formaður stuttlega gang þeirra mála og minnti á, að framleiðsluráð hefði þegar í stað óskað þess, að yfirnefnd endurskoðaði úr- skurð sinn, en það fékkst ekki gert. Síðan minntist hann mótmælafunda víðs vegar um land. Hann sagði, að samningsumræðurnar nú, hefðu verið með nýju sniði og óformlegri en áður, og væru líkur til, að út úr þeim fengist nokkur hækkun. Enn sagði hann, að ef grund- vellinum hefði ekki verið sagt upp, hefði verð- hækkunin orðið nálægt 6%. Nú fengist senni- lega með samningum hækkun vegna fyrningar véla og fleii'i atriða. Síðan rakti formaður ýmis atriði úr búnaðar- skýrslum, bæði samkvæmt heildarskýrslum Hagstofunnar og úrtökum, m. a. úr einstök- um hreppum. Þessu næst vék formaður að því, hvað gera þyrfti landbúnaðinum til hagsbóta fjárhags- lega. Kvað hann miklu skipta, að aukin yrðu afurðalán bankanna vegna búvara, en þau lán væru nú komin niður í 49,53% af verðmætinu, en sjávarútvegurinn fengi hins vegar um 71%. Hér vantar enn fremur hentug veðdeildarlán til jarðakaupa, eins og eru á öðrum Norður- löndum. Hér þai'f að vera hægt að fá jarða- kaupalána til 60—80 ára með lágum vöxtum, og verði lánsupphæðin 60—80% af jarðaverð- inu. Formaður kvað það ekki þola bið að bæta úr þessum lánsfjárskorti og það því fremur sem verulegur hluti sparifjár um allt land væri lagður á bundinn reikning í Landsbankanum. Sagði hann, að bændur þyrftu að sameinast um þessi mál og koma þeim í betra horf. Þá ræddi formaður um framkvæmdir bænda og fjárfestingu í landbúnaði. Virtist hún svip- uð og undnanfarin ár. Arið 1961 hefði þó ekki orðið nein fjölgun sauðfjár, og kúa mjög lítil. Garðrækt hefði aukizt verulega. Hins vegar vantaði möguleika fyrir Grænmetisverzlun landbúnaðarins að taka á móti nægilegu magni. Jarðhúsin við Elliðaár þyi'fti að stækka, en væri ekki gert, vegna þess, að enginn vissa væi'i fyrir því, að þau mættu vera þar til frambúðar. Enn ræddi formaður árferði og framtíðar- horfur og gat þess, að ef til vill yrði heyfeng- ur í sumum landshlutum of lítill, til þess að halda mætti þeim bústofni, sem væri. Að síðustu talaði formaður um framleiðslu- ráðslögin. Kvað hann þau hafa veitt bændum visst öryggi og tryggt sölu búvaranna. Það væri mikil hagsbót, að tryggt væri sama verð og innanlandsverð fyrir útfluttar landbúnaðar- afurðir. 2. Reiknlngar og fjárhagsáætlun. Sæmundur Friðriksson lagði fram og las upp rekstursreikninga Stéttarsambandsins ár- ið 1961, ásamt efnahagsreikningi í árslok. Hann lagði einnig fram fjárhagsáætlun stjórnarinnar fyrir Stéttarsamband bænda ár- ið 1963. Enn fremur lagði Sæmundur Friðriksson fram byggingareikning Bændahallarinnar til ársloka 1961, og gerði grein fyrir bygginga- framkvæmdum fram á síðustu daga. Gat hann þess, að kostnaður við húsið væri nú orðinn um 70 milljónir króna. Hefðu bændasamtök- in lagt til hennar allt að 28 milljónum, lánið, sem tekið var í fyrra, væri 35 milljónir, en hitt væri á víxlum og lausaskuldum. Fjórar hæðir eru nú fullgerðar, enn fremur hluti af annarri hæð og kjallara og neðsta hæð að mestu. Kostnaður við húsið með innanstokks- munum ætti ekki að fara fram úr 100 milljón- um króna. Fjárskortur torveldar nú framhald- ið. Um nýtingu hússins sagði framkvæmda- stjórinn, að ásókn í leiguhúsnæði þar væri miklu meiri en hægt væri að sinna. Flugfé- lag Islands og Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna hefðu þegar setzt þar að. Nýting sjálfs gistihússins hefði verð 86% fyrstu þrjár vik- urnar, og væri útlit fyrir, að undir eins næsta ár yrði það fullnýtt, a. m. k. 4 mánuði að sumr- inu. Sæmundur kvaðst vænta þess, að húsið yrði bændastéttinni til sóma í nútíð og framtíð.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.