Freyr - 15.09.1962, Page 12
300
FRE YR
í fundarhléi ræSasf menn við utan dyra m. a. við landbún’SarráSherra. (Ljósm.: G.K.).
og Stéttarsambandsfulltrúa, sem haldnir voru
fyrir skömmu, að Laugum í Þingeyjarsýslu og
Borgarnesi.
Síðan gerði Kristján grein fyrir fjölmörgum
öðrum tillögum um verðlagsmál frá bænda-
fundum um land allt. Öllum þessum tilögum
var vísað til verðlagsnefndar.
Til framleiðslunefndar gengu: Ályktun
bændafundar á Blönduósi um að reka bæri
nokkur bú til að finna framleiðslukostnað.
Ályktun bændafundar á Breiðamýri um breyt-
ingar á skattframtalsskýrslum bænda.
Ályktun bændafundar Múlasýslna um. að
rétta hlut sauðfjárbænda og ályktun kjör-
mannafundar á Egilsstöðum um sama efni.
Ályktun sama fundar um tolla á landbún-
aðarvélum.
Til allsherjarnefndar var vísað þessum er-
indum:
Erindi frá bygginganefnd Bændahallarinn-
ar, um að framlengja framlag úr Búnaðarmála-
sjóði í 4 ár.
Frá fulltrúafundinum í Borgarnesi um af-
urðalán vegna landbúnaðarins.
Frá kaupfélagsstjórafundi um sama efni.
Frá bændafundi á Ökrum í Skagafirði um bún-
aðarskólana.
Frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga um
gjald af seldum búvörum, vegna stofnlána-
deildar landbúnaðarins.
Frá nokkrum öðrum fundum um sama efni.
Frá bændafundi í Dalasýslu um lánakjör frum-
býlinga.
Frá sama fundi um hækkun á afurðalánum
vegna landbúnaðarins.
Frá bændafundi í Skagafirði um fjárhagsráð-
stafanir til þeirra byggðarlaga, sem dregizt hafa
aftur úr.
Frá aðalfundi Búnaðarsambands Húnvetninga
um verðlagningu áburðar.