Freyr - 15.09.1962, Qupperneq 14
302
FRE YR
Guðjón á Marðarnúpi og Þorstainn á Vatnsleysu
báðir sólarmegin
nefndarinnar og gerði grein fyrir tillögura
hennar einni eftir aðra. Þær voru þessar:
I . Aðalíundur Stéttarsambands bænda 1982,
samþykkir að fela stjórn Stéttarsambands bænda
og Framleiðsluráði, að fá búreikninga viður-
kennda sem grundvallarheimild fyrir verðlags-
grundvöll landbúnaðarins. Um leið verði skipu-
lagi búreikningafærslunnar breytt, svo að þeir
geti sinnt þessu hlutverki, og vill fundurinn eink-
um benda á eftirfarandi atriði í því sambandi:
a) Form búrelkninganna verði haft sem einfald-
ast og eingöngu miðað við, að fá sem traustastar
upplýsingar um tekjur og gjöld bænda.
b) Búreikningsskrifstofu Búnaðarfélags íslands,
eða öðrum þeim aðila, sem kynni að verða falið
þetta starf, verði séð fyrir starfsliði til að annast
færslu nógu margra búreikninga eftir frumgögn-
um frá bændum sjálfum.
Með þeessu skipulagi telur fundurinn meiri lík-
ur til að hægt verði að framkvæma margendur-
teknar óskir bænda um að fram komi það vinnu-
magn og annar reksturskostnaður, sem liggur
á bak við hverja framleiðslueiningu-
Samþykkt samhljóða.
II. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1962
telur það algerlega óviðunandi ranglæti, að bænd-
ur verði að greiða söluskatt af innflutningi land-
búnaðarvéla og varahluta til þeirra, þegar sjávar-
útvegurinn er undanþeginn slíkum greiðslum. Enn
fremur skorar fundurinn á Alþingi, að gæta þess
við vætanlega endurskoðun tollskrárinnar, að inn-
fiutningur landbúnaðarvéla og varahluta til þeirrí
lúti sömu kjörum og innflutningur báta og skipa
véla.
Samþykkt samhljóða.
III. Þar sem vitað er, að heybirgðir í landinu
verða með minnsta móti á komandi hausti, vegna
skemmda á ræktunarlöndum af kali og óhag-
stæðs tíðarfars, og einnig mun fóðurbætir stór
hækka í verði, þá vill aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1932 hvetja bændur mjög eindregið til að
gæta fyllstu varfærni við ásetning búfjár að þessu
sinni.
Samþykkt samhljóða.
IV. Tillagan, sem Ketill lagði fram af háifi
framleiðslunefndar, var um meiri hækkun á verði
sauöfjárafurða en mjólkurvara, til þess að bæta
hlut sauðfjárbænda. Til máls tóku, auk fram-
sögumanns: Grímur Jónsson, Sigurður Jónsson,
Sigurgrímur Jónsson, Ólafur Bjarnason og Þórður
Halldórsson. Voru ræður að sumu leyti um orða-
lag tillögunnar. Það kom fram, að verðlagsnefnd
hefði haft sama efni til meðferðar.
Var málinu því frestað.
V. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1982, fei
ur stjórn Stéttarsambandsins að vinna að því við
Búnaðarbankann, að fastar aflvélar og lagnir við
súgþurrkun verði reiknaðir með í mati til lán
veitinga út á súgþurrkun.
Samþykkt samhljóða.
VI. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1982,
ítrekar fyrri áskorun til fjárveitinganefndar og
Alþingis, að veita nú þegar á næstu fjárlögum
næga fjárveitingu, sem tryggi nýjum mjólkurbú-
um greiðslu á lögboðnum hluta ríkissjóðs á bygg-
ingarkostnaði-
Samþykkt samhljóða.
Aður en þessi tillaga var samþykkt, gerði
Sveinn Tryggvason nokkra grein fyrir fjárveit-
ingum Alþingis til nýrra mjólkurbúa að und-
anförnu. Sagði hann, að þær hefðu undanfarin
ár verið 100 þúsund og stundum tæplega það,
en á síðasta þingi hefði fjárveitingin verið
fjórfölduð.
9. TiOögur allsherjamefndar.
Teitur Björnsson flutti tillögur allsherjar-
nefndar og talaði fyrir þeim. Þær voru þessar:
I. Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn