Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 15

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 15
F R E Y R. 303 að Bifröst, dagana 4.—5- sept. 1962, telur full- víst orðið, að heyfengur í landinu verði mun minni að vöxtum en í meðalári, og vitað, að á síðastliðnu vori gengu heyfyrningar að mestu til þurrðar, og er því sýnilegt, að kjarnfóðurgjöf verður að vera mikil til að tryggja nægilegt fóður og halda venju- legum afurðum búpeningsins. Því skorar fundux'- inn á stjórn sambandsins að gera allt, sem unnt er, til að verð á kjarfóðri hækki sem minnst frá því, sem verið hefur. Samþykkt samhljóða. II. Tillaga allsherjarnefndar var um afurða- lán, vegna landbúnaðarins. Að lokinni framsögu Teits, óskaði Einar Ólafsson eftir því, að tillög- unni yrði breytt nokkuð. Tók nefndin hana þá aftur til athugunar. III. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1982, skorar á stjórn Stéttarsambandsins, að vinna ötullega að því, að þau innflutningsfyrirtæki, sem flytja inn landbúnaðarvélar hafi jafnan fyrirliggj- andi nægilegt magn af varahlutum. Samþykkt samhljóða. IV. Aðalfundur Stéttarsambands bænda, skorar a stjórn sambandsins, að hún hlutist til um það við ríkisstjórn og nýbýlastjórn ríkisins, að fram- lög verði enn hækkuð til þeirra, sem taka eyði- jarðir til ábúðar og stofna til nýbýla. Enn fremur að sérstakar ráðstafanir séu gerðar af hendi nýbýlastjórnar með fjárhagsstuðningi til að fyrir- hyggja það, að góðar jarðir fari í eyði og eink- um sé að því unnið að hindra, að hlunnindajarðir séu seldar til þeirra aðila, sem kaupa þær ein- göngu í því markmikið að nýta hlunnindin, án þess að stunda jafnframt á þeim almennan bú- rekstur. Auk framsögumanns, talaði Erlendur Árna- son, og taldi hann, að jöfn nauðsyn væri á að styrkja alla þá, sem hefja búskap, hvort sem á nýbýlum væri eða ekki. Tillagan var samþykkt samhljóða. V. Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn í Bifröst 4. og 5. sept. 1982, ályktar að skora á ríkisstjórn og Alþingi, að gera þegar á þessu ári ráðstaanir til þess, að Veðdeild Búnaðar- banka íslands verði efld á þann veg, að hún verði þess sem allra fyrst umkomin, að geta innt af hendi það hlutverk, að geta leyst lána- þörf landbúnaðarins til jarðakaupa, svo að skort- ur á lánsfé í þessu skyni þurfi ekki að standa í vegi fyrir þróun og vexti landbúnaðarins. Þá verði og að því unnið, að lánstíminn verði lengdur verulega frá því, sem verið hefur, og vextir geti jafnan orðið svo hagstæðir, sem frekast eru föng á. Samþykkt samhljóða. VI. Aðalfundur Stéttarsambands bænda, skor- ar á stiórn sambandsins, að vinna að því við Bún- aðarbanka íslands, að Stofnlánadeild landbúaðar- ins veiti lán, eins og lög heimila, auk þess, sem þegar hefur verið venja bankans. 1. Til vélakaupa, enda sé öruggu eftirliti komið á um það, að heimilisdráttarvélar séu tryggðar, og þar með gerðar veðhæfar. Lánað sé út á hverja vél eins mikið og lög heimila. 2. Til bústofnskaupa fyrir frumbýlinga. í þessu sambandi minnir fundurinn á hið geymda fé í Seðlabankanum, sem rík ástæða er til að lána Búnaðarbankanum til þessara hluta. Samþykkt samhljóða. VII- Aðalfundur Stéttarsambands bænda skorar á stjórn sambandsins, að vinna að því við raf- orkumálastjórn ríkisins, að hraðað verði áætlun um rafvæðingu þeirra landshluta, sem ekki njóta ennþá í'aforku frá héraðsveitum ríkisins. Síðan verði unnið skipulega að byggingu nýrra orku- vera og framkvæmdum héraðsveitna hraðað, sam- hliða því, sem þeim aðilum, er ekki eiga kost á einkarafstöðum, verði séð fyrir hagkvæmum lán- um í því skyni úr Raforkusjóði. Enn fremur verði að því unnið, að öll raforka í landinu verði seld á sama verði. Samþykkt samhljóða. VIII. Aðalfundur Stéttarsambands bænda telur að umræður og upplýsingar, sem fram hafa komið í sambandi við hugsanlega aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu, hafi verið mjög gagnlegar og vakið þjóðina til umhugsunar um, hversu alvarlegt stórmál hér er um að ræða. Lýsir fundurinn því sem skoðun sinni, að aðild að bandalaginu, hvort sem er full aðild eða aukaaðild, sé mjög áhættusöm og beri því að kanna til hlítar allar aðrar hugsanlegar leiðir, til að viðhalda viðskiptalegum tengslum við banda- lagsþjóðirnar og ekkert verði gert í þessu efni, sem skert geti sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Samþykkt samhljóða. IX. Fundurinn viðurkennir hina brýnu nauðsyn, sem á því var að byggja upp og efla lánasjóði land-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.