Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 16

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 16
304 FRE YR búnaðarins, og telur lögin um Stofnlánasjóði land- búnaðarins spor í rétta átt. Hins vegar telur fundurinn hina sérstöku skatt- lagningu á bændur rangláta og óviðunandi og ósambærilega við uppbyggingu lánasjóða annarra atvinnugreina. Því skorar fundurinn á stjórn Stéttarsambandsins, að hlutast til um, að skatt- heimtu þessari verði aflétt, og fjár aflað, þess í stað, af almannafé. Þá lýsir fundurinn stuðningi við þá hugmynd, að stofnaður verði lífeyrissjóður bænda, sem ávaxt aöur verði Stofnlánadeild landbúnaðarins en telur sjálfsagt, að fuilt samstarf verði haft við stéttar- samtök bænda við alla meðferð málsins. Framsögumaður gat þess, að einn nefndar- mannanna væri andvígur þessari afgreiðslu. Að lokinni framsögu Teits Björnssonar, tók Guðjón Hallgrímsson til máls. Lagði hann frarn þessa dagskrártillögu og mælti fyrir henni, en hann var sá nefndarmanna, er ekki fylgdi til- lögu nefndarinnar. „Með því, að fullyrða má, að lög um Stofnlána- deild landbúnaðarins, er samþykkt voru á síð- asta þingi, leysi lánaþörf bænda að öðru leyti en til jarðakaupa, og landbúnaðarráðherra hefur skipað nefnd til þess að gera tillögur um stofn- un Lífeyrissjóðs bænda, sem grundvallast á því framlagi, sem framleiðendum er gert að greiða sem framlag til Stofnlánasjóðs landbúnaðarins, sér fundurinn ekki ástæðu að svo stöddu, að bera fram ákveðna tillögu í málinu og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá." Páll Metúsalemsson kvaðst vera andvígur því að fella niður gjald af söluvörum bænda til Stofnlánadeildar. Einar Olafsson og Olafur Bjarnason mæltu einnig gegn því atriði í tillögu nefndarinnar. Sveinn Tryggvason gerði grein fyrir því, hvernig greiðsla þessa gjalds hefði komið til framkvæmda. Páll Diðriksson taldi tilögu nefndarinnar eðlilega, og mælti með henni. Guðjón Hallgrímsson talaði aftur fyrir dag- skrártillögu sinni. Síðan mæltu þessir með tillögu nefndar- innar: :Sigurður Lárusson, Ásgeir Bjarnason, Helgi Símonarson og Guðmundur Ingi, en með dagskrártillögu Guðjóns mæltu þeir Ólafur Bjarnason og Einar Olafsson. Síðan fór fram atkvæðagreiðsla. Kom fyrst til atkvæða dagskrártillaga Guðjóns Hallgríms- sonar, og var óskað nafnakalls. Atkvæði féllu þannig: Já sögðu: Einar Halldórsson, Olafur Bjarna- son, Einar Olafsson, Garðar Halldórsson. Þórð- ur Halldórsson, Guðjón Hallgrímsson, Jón Jónsson, Guðjón á Tunguhálsi, Sigurgr. Jóns- son, Sigurjón Sigurðsson = 10. Nei sögðu: Eyjólfur Sigurðsson, Þórir Stein- þórsson, Sigurður Snorrason, Sverrir Gíslason, Gunnar Guðbjartsson, Ásgeir Bjarnason, Þór- ólfur Guðjónsson, Grímur Arnórsson, Karl Sveinsson, Ossur Guðbjartsson, Jóhannes Dav- íðsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guðm. Magnússon, Ben. Grímsson, Sæmundur Guð- jónsson, Benedikt H. Líndal, Sigurður Lín- dal, Lárus Sigurðsson, Helgi Símonarson, Ket- ill Guðjónsson, Þrándur Indriðason, Teitur Björnsson, Sigurður Jónsson, Grímur Jónsson, Ingvar Guðjónsson, Friðrik Sigurðsson, Stefán B. Björnsson, Sigurður Lárusson, Steinþór Þórðarson, Sigurjón Einarsson, Sveinn Ein- arsson, Jón Helgason, Erlendur Árnason, Páll Diðriksson, Guðjón Jónsson, Dölum = 35. Atkvæði greiddu ekki Erlendur Magnússon og Karl Magnússon. Dagskrártillagan var þannig felld með 35:10 atkvæðum. Þá kom fram til atkvæða tillaga allsherjar- nefndar. Bar fundarstjóri hana upp í þrennu lagi, en ósk hafði komið fram um það. 1. málsgrein var samþykkt samhljóða. 2. málsgrein var samþykkt með 32:8 atkv. 3. málsgrein var samþykkt samhljóða. X. Grímur Jónsson lagði fram tillögu alls- herjarnefndar um gjald til Búnaðarbygging- arinnar af söluvörum bænda. Var það óbreytt tillaga sú, er barst á fund- inn frá byggingarnefnd hússins. Hún var svo: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn að Bifröst 4. og 5. september 1962, felur stjórn Stéttarsambandsins, að vinna að því, að Alþingi framlengi um 4 ár frá 1962—1965, að báðum árum meðtöldum, bráðabirgðaákvæði laga nr. 10. 17. marz 1959, um breytingu á lögum nr. 38, 15. febr. 1945, um stofnun Búnaðarmálasjóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.