Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 23

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 23
FREYR 311 Þá skal ég ekki eyða fleiri orðum að nautgripnum; þær þurfa sitt, kýrnar, og það er ílestum ljóst, þó að oft sé ekki tekið nægjanlegt tillit til hvað þær mjólki og þeim því stundum ekki gefið nóg, til þess að starfsorka þeirra sé fullnýtt, og stund- um líka geíið meira en þær geta breytt í mjólk. Reynið að fóðra þær eftir nythæð- inni og gleymið ekki að gefa fóðursalt! En hvað svo um sauðíéð? Hvernig er bezt að fóðra það í vetur? Þó að gjafatími naut- gripanna sé misjafn, er hann miklu mis- jafnari hjá ánum, sem eru aðalstofn fjár- búanna. Arður fjárbúanna fer að mestu leyti eftir fóðrun ánna eins og nú er, því að fjöldinn af þeim hefur ekki það fóður, að þær geti gefið þyngri dilka en þær gera nú, með þeirri meðferð, sem þær hafa. Fyrir liggja skýrslur um hvað 1068 bændur eða sauðfjáreigendur fengu mikið dilka- kjöt eftir hverja kind, sem þeir höfðu á fóðri og reyndist það vera: Undir 10 kg fékk 41 bóndi Milli 10 Og 11 kg fengu 37 bændur — 11 — 12 - — 89 — — 12 — 13 - — 122 — — 13 — 14 - — 145 — — 14 — 15 - — 175 — — 15 — 16 - — 132 — — 16 — 17 - — 89 — — 17 — 18 - — 61 — — 18 — 19 - — 45 — — 19 — 20 - — 51 — yfir 20 kg fékk 81 bóndi Nú eru ærnar misþungar. Á bæjum, þar sem meðalærin er léttust, vegur hún um 50 kg, og minna þó á einstaka bæ. En þar sem ær eru þyngstar vega þær full 70 kg. Munurinn á viðhaldsfóðrinu er því mikill eða frá 0,5 fóðureiningar til 0,65 fóðurein- ingar og vikuviðhaldsfóðrið frá 3,5 til 4,5 fóðureiningar. Tíminn, sem ánum er gefið, eða þær hýstar, er mislangur. Á nokkrum bæjum hefur hey ekki verið borið fyrir fé nokkra undanfarna vetur, en þá sömu vet- ur hefur annars staðar þurft að gefa fé mikið til inni i allt að 20 vikur. Þessi mis- munur veldur því, að útilokað er að áætla hvað ærin þarf almennt vetrarlangt. Þar koma staðhættir til á hverjum stað og við það bætast misjafnir vetur. Ég vil hér á- ætla, að gjafatími ánna sé 22 vikur eða 154 dagar. A þeim þarf ærin frá 77 til 100 fóð- ureiningar til viöhalds eða 150 til 200 kg af töðu. I viðhaldsfóðrinu er talið afurða- fóður til myndunar ullarinnar. Að vetrin- um þarf ærin, auk viðhaldsfóðursins, af- urðafóður til fósturmyndunar og til að mynda mjólk eftir burðinn, nái ærin þá ekki í nægjanlegt afurðafóður úti á beit- inni. Nokkrir þeir bændur, sem eru í tölu þeirra 81, sem undanfarin ár hafa fengið yfir 20 kg af dilkakjöti eftir hverja kind á fóðri, hafa lýst fyrir mér hvernig þeir fóðra sitt fé og ég hygg, að ég geti helzt gert bændum gagn með því að lýsa hvernig þeir fóðra sitt fé, og út frá því geti ef til vill einhverjir ráðið, hvernig þeir eigi að reyna að fara með sitt fé undir þeim að- stæðum, sem þeir búa við. Ekki tek ég með jafn sjálfsögð atriði og það að bólusetja við bráðafári, við blóðkreppusótt, gefa ormalyf, sem oft þarf að gefa oftar en einu sinni, baða eins og lög mæla fyrir um, o. s. frv. Það gera bæði þeir sem fá 10 og 20 kg eftir kind. Þessir bændur taka féð til hýsingar mis- snemma, en allir vilja þeir, að það hafi lagt sem minnst — og helzt ekkert — af áður. Annars ræður tíðarfar miklu um hve- nær þeir taka það. Sumir, sérstaklega þar sem beitiland er langt frá bæ, setja stokka í beitilandið og gefa fóðurbæti í þá og full- yrða, að féð venjist mjög fljótt á að koma að þeim á ákveðnum tíma dagsins og eta úr þeim. Þetta segjast þeir bæði gera til þess að féð haldist betur við, og til þess að spara hey, svo og til þess að vera fljót- ari að ná fénu saman ef snögglega kemur illviðri. Aðrir hýsa féð snemma, en beita og gefa með og þá oft lítið af síldarmjöli eða hvalkjötsmjöli og telja, að þá leggi féð sig betur eftir beitinni. Margir vega nokkr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.