Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Síða 24

Freyr - 15.09.1962, Síða 24
312 FRE YR ar ær að haustinu þegar þeir taka féð, og sömu ær vega þe^r svo annað slagið, t. d. emu sinni í mánuði, til þess að sjá hvernig þeim fer að Aliir vilja þeir, að ærnar haldi haustþyngdinni fram i byrjun aprílmán- aðar, og breyta fóðrinu, sjái þeir, að þær ætli ekki að gera. það. Allir þessir bændur, 81 að tölu, sem fá yfir 20 kg af dilkakjöti eftir hverja kind, eiga fleiri lömb að hausti en fé á fóðri vetunnn áður, og því meira eoa minna tvílembt. Sumir fóðra þær með tiliiti til þess. Þeir reyna. þá að hleypa snöggum bata í ærnar nokkra daga áður en þeir hleypa til þeirra. Til þess að geta það, verða þeir að vita hvenær hver ær muni ganga, og því fara þeir með hrút hálíum mánuði áður en þeir ætla sér að byrja tilhleypingar og skrifa hjá sér hve- nær hver gengur Fjórum dögum fyrir fengitíma taka þeir svo frá þær, sem þeir vita að muni ganga fyrsta daginn, næsta dag þær sem ganga þar næsta. dag, og þeg- ar þeir svo byrja að hleypa til, hafa þeir fjögurra daga blæsmur sér og eru búnir að gefa þeim eldisfóður í 3 til 4 daga. Þá hleypa þeir til þeirra, er þeir tóku frá fyrsta daginn og sleppa þeim aftur í hinar ærnar en taka nú frá þær, sem þeir vita, að muni ganga á fimmta degi o. s. frv. Með þessu fá þeir 30 til 60% af ánum tvílembt. Þeir, sem þetta gera, þurfa að vera alveg vissir um að hafa næg og góð hey að vor- inu, og engir skyldu reyna að fara þessa leið til að fá tvílembur, nema þeir séu alveg vissir um það. Eftir fengitímann gefa þeir viðaldsfóður og gæta þess vel, að ærnar haldist við fram í marzlok. Úr því fara þeir að bæta við afurðaíóðri til fósturmyndun- ar og bæta þá 0,10 til 0,15% við viðhalds- fóðrið. Þessa viðbót auka þeir gjarnan smámsaman, sérstaklega ef þeim finnst að ærnar braggist ekki nóg. Þeir vilja, að frá aprílbyrjun til burðar smáþyngist þær um 8 til 10 kg og margir þeirra láta þær þyngj- ast meira cg hefi ég séð 19 kg mestan þyngdarauka á bæ, en það hygg ég óþarfa þungaaukningu og heyeyðslu. Flestir þeirra láta bera inni og þó að þeir ekki geri það, gæta þeir þess allir að gefa ánum, eftir að þær eru bornar, svo vissa sé fyrir, að þær geti mjólkað lambinu vel. Sumir beita þó á tún, sé það nóg sprottið og hólfað hæfilega sundur Ærin mjólkar oft um 3 lítra á sólarhring fyrst eftir burðinn og þarf afurðafóður til þess, og til að mynda 3 lítra, kringum 1,2 fóður- einingar. Nokkrir Þingeyingar hafa sagt mér, að þeir hafi gefið nýbærum 3 kg af töðu á dag og af þeirri gjöf hafi þær rétt haldizt við, og ber sú reynsla þeirra saman við það, sem maður gat ætlað og hér er áætlað Sé þeim gefinn matur, nota þeir kúafóðurblöndu. Það er enginn vafi á því, að það er sparn- aður í þessu litla afurðafóðri, sem ærin þarf inni, sem miklu veldur um, að dilk- arnir eru oft ekki þyngri að haustinu en raun ber vitni. Vegna sparsemi á afurða- fóðri til fósturmyndunar fæðast ekki lömb- in með nægum þunga og vegna sparnaðar á afurðafóðri til mjólkurmyndunar eftir burðinn, mjólkar ærin ekki nóg, og því kemst ekki strax sú döngun í lambið, sem þarf, en fyrsta mánuðinn þyngist lambið mest, og framhaldsþungaaukning þess er að verulegu leyti komin undir því, að það, strax eftir burðinn, nái eðlilegri framför. Þessir bændur eyða frá 100 til 140 fóður-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.