Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Síða 30

Freyr - 15.09.1962, Síða 30
318 FREYR leiknir mönnum, hestur og maður samrým- ast svo vel í sambúð og í hlutverkum öll- um, sem hestar geta rækt. Þetta hefur verið svo lengi og mun eflaust verða framvegis. Ef hross verða ekki höfð til gagns þá verða þau til gamans, og raunar er sú hneigð þegar að verða staðreynd. Hitt er svo annað mál, að hópur hrossa, sem þann- ig verður notaður, mun aldrei verða jafn stór og hinn, sem gekk að störfum í þágu atvinnulífsins við hlið mannsins eða á undan honum. Á sýningunum í sumar mátti sjá sanna spegilmynd af hrossunum og hagnýtingu þeirra. Dönum hefur tekizt frábærlega vel að rækta norska Fj arðahestinn „Nordbagg- en“ sem þeir kalla hann, svo vel, að í öðr- um löndum er danskur Fjarðahestur jafnan valinn fremur þeim, sem upp er alinn í heimalandinu. Danir flytja út hesta af þessu kyni bæði til Svíþjóðar og suður á bóginn. Víður er sá markaður þó ekki því alls staðar er samdráttur í hrossanotkun. Á sýningunni í Herning, á Jótlandi, voru sýndar margar kynbótaskepnur af þessu kyni enda er hesturinn góður til bústarfa á hinu léttunna landi Jóta. En einnig hann verður að víkja fyrir vélum — það er stað- reynd. Næstu hlutverk hrossanna verða áreið- anlega á vettvangi sportsins og sem leik- föng. Sú var tíðin, að stóra hópa hrossa þurfti til þess að gegna hlutverkum í her- þjónustu, en sá starfsvettvangur má heita að tilheyri sögunni og er aðeins lítilræði í nútíð. Hjá Dönum var hrossarækt til þessa hlutverks um langt skeið umfangsmikil og árangursrík. Hrossakynbótabúið á Hille- rödsholm, með tilheyrandi reiðskóla, var — allt frá dögum Kristjáns IV — rómað víða og Frederiksborgarhesturinn var skap- aður þar, þessi fagri og spengilegi reiðhest- ur, sem í sumu svipar til einnar greinar upphafs síns, arabiska hestsins, er fyrir rúmum 300 árum var fluttur inn til þess að efla það kyn, sem þá þótti í heimalandi þénlegast til reiðar og til dráttar. Frederiksborgarhesturinn er góður til að draga léttivagna og til reiðar, enda þó að þol hans sé takmarkað. Hann mun þó vera algengasíti reiðhestur'inn, en aðrlr léttir hestar eru frekar notaðir á vettvangi al- menns sports. Auðvitað mætti Frederiks- borgarhesturinn á öllum sýningum en þar voru b1ka fulltrúar annarra hrossakynja svo sem Oldenborgarhestar, Knabbstrup- hestar, veðreiðahestar af grannvöxnustu kynjum, sem notaðir eru á veðreiðabraut- unum sem reiðhestar eða sulkyhestar. Hestasport af ýmsu tagi er engin nýlunda þar í landi fremur en á ýmsum öðrum stöð- um, og vandi er að dæma hvort það sport er vaxandi eða minnkandi. Sennilega er öldugangur á því sviði eins og öðrum íbróttagreinum; þar er tízka eins og víðar. Hitt er svo annað mál, að þegar stóru Vinnuhestunum fækkar verða þeíir litlu meira, áberandi, sumsstaðar einu hrossin, sem fólk kynnist. og þá helzt í þorpum og bæjum. Það hefur lengi verið og er enn sérstök íþrótt og fjölbreytt að stunda reiðmennsku með öllum hennar kúnstum, og það er tímafrekt starf að æfa hestana til þeirra hlutverka alveg eins og til annarrar vinnu. Á sýningunum er einatt meðal annars sýnd leikni hesta í ýmsum hlutverkum og listum. Þau hlutverk eru á vegum sérstakra að- ila, sem ekkert eiga skylt við ráðunauta- þjónustu né hlutverk þeirrar stéttar, sem annast kynbótastörfin, en tamningamað- urinn og hestasportsaðilinn hagnýtir hæfni þá, sem í hestinum býr rétt eins og bónd- inn notar dráttarhæfnina og slátrarinn og kjötkaupmaðurinn hagnýtir kjötsöfnunar- kosti skepnu, sem til þeirrar þjónustu er sköpuð að framleiða mat. Hve langt er hægt að komast í íþrótta- mennsku með samvinnu hesta og manna hefi ég séð mörgum sinnum, einkum í sirk- us. En aldrei — hvorki fyrr né síðar — hef ég séð listir leiknar á hestbaki af snild eins og þeirri, sem rússneskir Kósakkar sýndu á Bellahöjsýningunni. Sumar þeirra voru svo furðulegar, að engin tök eru á að lýsa þeim, sá sem ekki hefur séð þær getur varla eða ekki trúað slíku sem staðreynd. En minna má gagn gera og sport má

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.