Freyr - 15.09.1962, Side 31
iðka þó að ekki verði komizt svo langt í
listinni.
Barnaleikföng.
í þessu sambandi er vert að geta þess,
að smáhestaræktun virðist eiga sér hlut-
verk til leikfangaframleiðslu. Tveir danskir
aðilar hafa stofnað kynbótabú til þess að
rækta smáhesta, :sem þeir hafa keypt í
fjallahéruðum Englands, í Wales Þessir
Wales-fjallahestar eru nokkru minni en ís-
lenzkur hestur, grannvaxnari og íiðlegir
mjög, sagðir bæði viljugir og þægir. Þeir
hafa sterkara ættarmót en islenzkir hestar
en vel mætti ætla að þelr lslenzku væru
eins vel til þessara hlutverka kjörnir. Að-
eins vantar ættarskrár til þess að staðfesta
stofnhreinleik íslenzka hestsíins til móts
við þessa ensku frændur hans.
Aðspurðir um útlit fyrir markað, á vett-
vangi leikfanga, fyrir vöru þessa, tjáðu eig-
endur, að ef ekki yrði markaður innan-
lands þá væri hann til í Hollandi og Belgíu
svo áhættan væri engin við þessa ræktun.
Og fagrir og vel hirtir og vel vandir voru
þeir fulltrúar þessa hestakyns, sem á sýn-
inguna í Odense komu, en það hét lands-
sýning þessa nýja kyns þar í landi og sýnir
myndin á þessari síðu fulltrúa þess.
G.