Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Síða 34

Freyr - 15.09.1962, Síða 34
322 FRE YR síðum eða fjórhöggið, nokkuð beinlaust. Kálfakjöt, fryst eða kælt, í heilum skrokk- um eða beinlaust. Svínakjöt, nýU verkað eða óverkað í síðum. Hvað snertir pökkun og verkun lamba- kjöts til útflutnings þá hefir Sambandið tekið Nýja-Sjáland sér til fyrirmyndar og jafnframt reynt að fullnægja kröfum brezkra kaupenda, enda hefir Bretland reynzt okkar bezti viðskiptavinur hvað lambakjötið snertir fram að þessu. Slátrar- ar hafa verið fengnir heim frá Englandi til þess að kenna meðferð kjötsins í slátur- húsunum og hvað frágang snertir stendur íslenzka lambakjötið ekki að baki neinu frystu lambakjöci á brezkum markaði og eru lömbin okkar þar þó ekki í slóðalegum íélagsskap. Þegar talað er um að breyta pökkun og verkun lambakjöts er rétt að hafa í huga hve stór okkar hlutur er í þessum viðskipt- um, en tölurnar, sem nefndar eru hér að framan gefa nokkra hugmynd um það. Það mun varla orka tvímælis, að frysting er enn bezta þekkta aðferðin til þess að geyma matvöru, sem ekki er hægt að selja, nýja. Við frystingu tapar varan minnst af bragði og í útliti. Það er engin tilviljun að lamba- kjöt er enn fryst, geymt og flutt landa í milli í heilum skrokkum. í fyrsta lagi geymist kjötið bezt þannig og í öðru lagi er það enn kjötbúö.n, en ekki sláturhúsið, sem sker niður kjötið til matreiðslu. Út- flutningur samvinnufélaganna er alltof lít- ill til þess að standa undir þeim kostnaði, sem því er samíara að fara t. d. að skera niður kjötið í sláturhúsunum, setja það í smásöluumbúðir og frysta til útflutnings. Það er ef til vill ekki karlmennskulegt í þessu sambandi að segja að „þeir sletti skyrinu, sem eiga“, en hyggilegt er að lofa stóru framleiðendunum að byrja á þessu, þegar þeim finnst tími til kominn og taka fordæmið sér til fyrirmyndar, ef vel gengur. Ef til vill vildi sá, sem bjó til óvéfengjan- lega milljónatapið, reikna það út fyrir Nýja-Sjáland, Ástralíu og Suður-Ameríku, hvað þessi lönd hafa tapað á því að hafa ekki breytt um „pökkun og verkun“ lamba- kjöts fyrir 25 árum. í öllum þeim Evrópulöndum, sem hér hafa verið nefnd, er innanlandsverð heima- framleiðslu landbúnaðarafurða tryggt og verndað á margvíslegan hátt. Hvað Bret- land snertir, þá hagar svo til sem stendur, að verðuppbót til sauðfjáreigenda er að hundraðshluta af andvirði kjötsins álíka mikil og niðurgreiðslur á lambakj öti heima. Innfiutningstollur á lambakjöti er enginn, hvaðan sem það kemur. Á nautakjöti er um 4% tollur og á svínakjöti um 10%, ef flutt er inn frá löndum,sem ekki eru í brezka sam- veldinu. Nú standa fyrir dyrum breytingar á þessu í sambandi við aðild Bretlands í Efnahagsbandalagi Evrópu. Landbúnaðar- afurðir bandalagslandanna eiga að njóta fullrar verndunar með uppbótum, tollum og takmörkunum á innflutningi frá lönd- um utan bandalagsins. Svo virðist, sem samræming á tolli á kjöti innfluttu á svæði EBE verði gerð á styttri tíma en gert var ráð fyrir í fyrstu. Ef Bretland gerist aðili, fer varla hjá því, að um 7% tollur komi á lambakjöt á næsta ári og eftir síðustu á- ætlunum yrði tollurinn um 20% innan 6 til 7 ára, þ. e. a. s. sami tollur og á núver- andi svæði EBE. Athugun á þessum kj ötmarkaðsmálum landbúnaðarins af hálfu hins opinbera gæti ekki verið andstæð hagsmunum samvinnu- félaganna en forsendur yrðu aðrar en þær, að milljónir lægju lausar fyrir með breyt- ingu á „pökkun og verkun“ lambakjöts. Edinburgh. 6. júní 1962.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.