Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1962, Page 41

Freyr - 15.09.1962, Page 41
PREYR 329 Hver urðu hlutverk þeirra ? Ejtirfarandi grein er annar þáttur, sem grein- ir frá hvað Danir, er starfað hafa við húskap hér á íslandi, hafa aðhafst og hver urðu hlut- skipti þeirra, eftir að þeir fóru héðan. Grein þessi segir frá SIGFRED MADSEN, sem nú er bifreiðarstjóri í Korntved, rétt hjá Tónder, á Suður-Jótlandi, en hefur í aukavinnu reist stórhýsi þar sem hann liyggst reka svína- og hœnsnabú er stundir líða. Hver man ekki Sigfred, sem einu sinni hefur kynnzt honum? Hann kom hingað í fyrstu árið 1954. Fyrst vistaðist hann til Jóns Guðmundssonar, bónda á Reykjum í Mosfellssveit. Næst fór hann að Þverá í Ong- ulsstaðahreppi og vann þar við búskap, hjá Rósu. A hvorum þessara staða var hann hálft ár. Haustið 1955 kom hann suður og var um stund hjá Sören Bögskov unz hann réðzt að Bessastöðum og vann þar að skepnuhirðingu veturinn 1955—56. Sumarið 1956 stundaði Sigfred byggingavinnu en snemma vetrar sama ár fór hann til Englands, ferðaðist þar og hélt svo áleiðis til heimkynna sinna og var í Dan- mörk þann vetur, kom til Islands aftur og réðzt til fjósastarfa að Vífilsstöðum, í apríl 1957. Þar var hann í rúm tvö ár eða unz hann fór til Bandaríkja Ameríku í maí 1959. Vestur í Kaliforníu vann hann að tómatarækt- un og sykurrófnaræktun og var þar verk- stjóri um skeið þar sem hann sagði 30 mex- íkönskum blökkumönnum fyrir verkum. Vet- urinn 1959—60 vann hann hjá dönskum bónda þar vestra, sem hafði mjólkurframleiðslu að atvinnu. Þar voru 1100 kýr í fjósi og var framleidd neyzlumjólk eingöngu. Sigfred hafði sitt eigið starf, það var að hugsa eingöngu um kýr við burð, en þær báru þar 3—4 daglega, og svo var sjúkrafjósið í hans forsjá. Þar var ekkert smátt í sniðum. Venjulega voru um 750 kýr mjólkandi. Sex mjaltamenn önnuðust mjaltir. Var því hlutverk hvers mjaltamanns að mjalta 125 kýr. Einn maður gerði ekkert annað en vega kraftfóður handa kúnum og úthluta því samkvæmt nythæð hverrar kúar. Einn maður annaðist mjaltasam- stæðuna en þar var auðvitað sjálfrennslislögn í öllu fjósi. Tveir mcnn þvoðu kýrnar, undir- bjuggu þær til mjalta og þrifuðu þær að öðru leyti. — Það var gaman að vinna við þessi skil- yrði, segir Sigfred, allt var í röð og reglu og og hver hafði sitt hlutverk. Tæknin var þar með í öllu. Fóðurvagnar fluttu fóður í fastar jötur. Hey var flutt um langvegu. Sykurúr- gangur og mask frá ölgerð var notað í veru- legum mæli til fóðurs og sótt í verksmiðjurn- ar, en í sjálfgjafa flutt til kúnna. Með draga var mykjunni safnað í fjósum og þannig ýtt á geymslustað. Mjólkin var fyrsta flokks ævin- lega, frábærlega góð og með vissu fitumagni. Ákveðinn lítrafjölda skyldi bóndi afgreiða daglega. Hvergi hef ég séð eins og þarna hversu feiki- lega mikið fjármagn þarf til búskapar þegar allt er vélrænt og allt er kerfað, en þannig sparast líka mikið mannsafl. í svona búskap, sem í rauninni er einskonar verksmiðja, er meginhlutverkið að viðhalda því feikna fjár- magni, sem hér er bundið. Ef nokkursstaðar brestur eðlilegt viðhald og eftirlit er sú hætta yfirvofandi, að eigandinn verði af með sinn hlut. Lítilsháttar töf eða truflun getur gleypt allan þann arð, sem í hans hlut skal falla og miklu meira en það stundum, segir Sigfred. — Víst var gaman að vinna á stórbúi með fjölbrotna tækni þar vestra, en það var nú svona, heimþrá togaði í mig og ég lagði upp frá Iíaliforníu í Studebaker mínum þann 2. júlí 1960, áleiðis austur á bóginn, 8000 km. leið til New York. Ég fór ekki alltaf beinustu leið,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.