Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 43

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 43
F E E Y s 331 dagsverk fyrir einn mann að reisa með eigin höndum hús, sem er 10 m breitt og 37 m að lengd. Þegar það er tekið með í reikninginn, að hendur sama manns hafa grafið fyrir undir- stöðum og frárennslispípum, flutt efnið á stað- in og gert allt nema að koma raflögn fyrir og smíða glugga — þá keypti hann tilbúna án glers — má það ljóst vera, að á hálfu öðru ári, sem framkvæmdir hafa staðið, hefur einhvern- tíma þurft að taka til hendi. Undir eigið þak fluttu hjónin í apríllok 1961, í horn bygging- arinnar. I húsunum skulu annars verða í framtíðinni: 10 gyltur og 1200 holdakjúkling- ar í senn. Ætlunin er reyndar að hafa hér einnig svo sem 600 hænur ef tímarnir snúast þannig í vil, að framleiðsla eggja verði arðbær atvinnugrein aftur. Þetta búskaparsnið er fyr- irhugað með tilliti til þess að geta borið lífs- framfæri að nokkru við hlið mjólkurflutninga. Seinna getur komið til greina að auka húsa- kostinn ef vel horfir svo að hér geti orðið full- komið hlutverk að leysa við búskap af þessu tagi, og Sigfred hefur í grunnteikningum sín- um gert ráð fyrir að svo megi verða enda tryggt sér forkaupsrétt á eins ha landspildu, sem liggur að lóð hans. Byggingarlóðin kostaði 5000 danskar krónur og efnivörur til byggingarinnar hefur hann keypt fyrir 41.000 krónur. Þetta svarar til þess, að umrædd útgjöld næmu um 290 þúsund ís- lenzkum krónum en húsið allt, sem er fullir 1200 rúmmetrar að stærð, mundi á okkar mæli kvarða kosta a. m. k. 600 þúsund íslenzkar krónur. Af þessu má auðsætt vera, að Sig- fred hefur skapað mjög mikil verðmæti í hjá- stundavinnu, helgidagavinnu og með notkun allra stunda á tæplega tveimur árum, sem framkvæmdir hafa staðið. Frágangur allur er með ágætum, svo sem þeir munu geta skilið, sem þekkja Sigfred, og með tilliti til hagkvæmra vinnuskilyrða í framtíðinni er framkvæmdum hagað. Ef af því verður, að búskaparskilyrði verði aukin með ræktun svína og alifugla þá er viðbúnaður til þess að reisa aðra byggingu áfasta svo að þar verði vinkilbygging og hið nýja musteri er áætlað að verði 14x30 metrar að flatarmáli. Verði öll skilyrði til þess svo, að af framkvæmdum geti orðið, þá er ætlunin að hætta mjólkurflutningum því að þótt það hlutverk taki ekki nema 3—4 stundir á dag mundi Sigfred heldur vilja starfa alveg heima. Mjólkurflutningar eru erfitt starf nema ef svo skyldi verða í náinni framtíð, að brúsar hverfi og öll mjólk verði tekin í heimilistönkum beint á bíl eða dæld úr þeim í flutningatanka annars, cn fyrsti búnaður af þessu tagi var í fram- kvæmd á einu búa þeirra, sem Sigfred flytur mjólk frá. — En annars verð ég nú að byggja yfir fjölskylduna fyrst, teikningin er tilbúin, segir Sigfred um leið og réttir mér uppdrátt að 110 fermetra íbúðarhúsi, sem hann hyggst reisa að mestu með eigin höndum, og ekki kæmi mér á óvart þó að það fréttist að nú þegar sé hafist handa um framkvæmdir. Allir, sem Sigfred vann hjá hér, rnuna það vel hvílíkt snyrtimenni hann var í öllu starfi og allri umgengni. Framtak hans í eigin þágu, hér í Korntved, er auðkennt af sama fanga- rnarki, hirðusemi og vandvirkni í hvívetna. Það er svo sterkur þáttur í fari hans sem varla skilur nokkru sinni við hann. — En hann ann sér aldrei hvíldar og ekki heldur hann heilsu til lengdar með svona vinnubrögðum, sagði Lís kona hans við mig, henni þótti nóg um athafnir manns síns og kapp hans við byggingaframkvæmdirnar. En svona var Sigfred — þannig er hann og mun verða. Hlutirnir fara ekki í súginn hjá honum vegna vanhirðu. Það er nú öðru nær. Hirðu- semin er óvenjuleg. Þannig er einnig hægt að safna verðmætum. Og þegar atorkan bætist við, þá má eiga það víst, að menn eins og Sigfred verði altlaf sjálfbjarga. Og á meðan heilsan hreklcur til starfa verður hver vandi leystur í búi hjá Lís og Sigfred Madsen. Q.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.