Freyr - 15.09.1962, Page 49
FREYR
337
fer því hnignandi. Nú rísa verksmiðjur sem
slátra, vinna sláturafurðirnar og matbúa
þær, já meira að segja geyma mat'nn fyrir
fólkið og flytja hann svo tilbúinn á sölu-
staði rétt áður en neytendur sækja hann
þangað því nær eða alveg fullbúinn til
neyzlu.
í verksmiðjunum er fullkominni kunn-
áttu be'tt á öllum sviðum. Verkfræðingar
stýra athöfnum, verkstjórar hafa umsjón
hver á sínum stað, einatt faglærðir menn
og svo koma vélarnar, þeim þjónar fólkið,
iðnaðarmenn og konur, eða eigum við
heldur að segja að vélarnar þjóni fólkinu?
Niðursuðuverksm ðjurnar stækka, kæli-
búnaðarverksmiðjurnar einnig, og svo
vörugeymsluhúsin. Skrokkar eru brytjaðir.
Úr vissum hlutum þeirra eru gerðar á-
kveðnar vörur, sumt er saxað í kjötdeig eða
í pylsur, hér verða til staðlaðar vörur, fólk-
:ð veit hvað það fær því að í verksmiðj-
unum er svo mikið magn til vinnslu, að
ekki gætir mismunar er vera kann á ein-
stökum skrokkum.
Og þar sem framleiðsluskilyrð' kjötvör-
unnar og vinnsluskilyrði verksmiðjanna eru
lengst á veg komin er hráefnið orðið litlum
sveiflum háð og iðnaðarvaran að sama
skapi vel stöðluð.
— Mundi þetta. fyrirkomulag henta ís-
lenzku fámenni?
— Já, að sjálfsögðu, ef hráefnið er gott.
Ég þekki þetta nú ekki vel en ég sé að
kindakjötið er vel flokkað við mat og þetta
er ágætis vara. Hins vegar hafið þið svo
lélegt nautakjöt, að eiginlega er ekki mikið
v ð það að gera nema að saxa það niður
i kjötdeig Þessu veldur holdafar gripanna.
Og að því er svínin snertir getur ekki
verið um neina staðlaða framleiðslu að
ræða heldur, til þess virð st mér þau vera
alltof misjöfn að gerð og gæðum, svo að
sá vettvangur er ekki opinn að kerfa brytj-
un svínsins hér eins og gerist annars stað-
ar, en ef til vill má laga þetta með sk pu-
lögðum og bættum fóðrunaraðferðum og
betra, fóðri. Annars skilst mér, að hjá ykk-
ur íslendingum sé fleskframleiðslan auka-
geta, byggð á skynsamlegri notkun matar-
úrgangs sem einnig krefst nokkurs af inn-
fluttu dýru fóðr. Með þess konar fyrir-
komulagi verður að sjálfsögðu torvelt að
skapa góða og vel staðlaða vöru.
En ég endurtek, að þið íslendingar hafið
afbragðs lambakjöt, með indælis krydd-
bragði, sem eflaust er fengið á fjöllum og
heiðum frá gróðri þejm, sem þar vex og
féð nærist af á sumrum. Fyrir þessa vöru
má eflaust gera eitthvað, en annars virð-
ist vinnsla lambakjöts ekki vera áhugamál
þeirra, sem á he msmarkaði hafa hlutverk
að leysa yfirleitt. Af því er sáraiítið niður-
soðið eða á annan hátt hagrætt en mest
fer það í verzlanir í heilum kroppum og
er brytjað þar. Hvað verða kann í þessum
efnum til breytinga skal ég ekk'. segja neitt
um, en sennilega verður það þá fryst í bit-
um og selt þannig í framtíðinni, ef nokkuð
verður aðhafzt á þeim vettvangi.
— Hvað nautakjöt okkar snertir er að
vonum að það sé rýrt, okkur vantar holda-
naut 11 að framleiða gott nautakjöt; þó
hef ég ekk, áhuga á Charollais, ég sá þau á
sýningum ytra í sumar og þau eru ljót... .
— Já ljót, en kjötrík með afbrigðum og
svo er hægt að kynblanda þau með litlum
kúm því að kálíarnir fæðast beinasmáir
og burður nn veldur ekki vandkvæðum. Og
mikið og gott er kjöt þeirra. Og þið þurfið
nú að fá betra stórgripakjöt en þið eigið
völ á, hvaða holdakyn svo sem þið velj ð.
— Að lokum. Hvað um íslenzka slátrara
og kjötiðnaðarmenn? Kunna þeir hlutverk
sín á borð við aðra?
— íslenzkir slátrarar og kjötiðnaðar-
menn eru eins námfúsir og hæfir til s nna.
hlutverka eins og gerist annars staðar, sem
ég þekki til, og mér virðist þe r enn áhuga-
samari en landar mínir. En hér úti á ís-
landi er einangrun meir svo að meira
verður á sig að leggja til þess að sjá og
reyna þau atriði, sem fram koma ný á
hverjum tíma. Svo er það annað mál, að
íslendingar þurfa að fá tæknilegan búnað
til þess að framle ða sem mest og sem
bezt af iðnaðarvörum úr því hráefni, sem
hér fæst. Mér skilst, að til þessa hafi tregða
gjaldeyrisyfirvalda einatt staðið í veg: fyrir
því, að slíks búnaðar hafi verið aflað. Hér
vantar vinnuafl og þá er um að gera að