Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 50
338
FRE YR
UM ÞYZKAN
LANDBÚNAÐ
Á síðastliðnum 10 árum hafa 1.3000.000
v eztur-þýskir landbúnaðarverkamenn
horfið úr sveitum að iðnaði í bœjunum.
Vestur-Þýzkaland hafði metuppskeru ár-
15 1961. Ráðuneytið í Bonn hefur birt til-
kynningu um þetta, en þær staðreyndir
byggjast á úrtaki 8000 býla, valdra af til-
viljun meðal 1.6 milljóna bújarða í Vestur-
Þýskalandi. Uppskera korns hefur aukizt
mjög á síðasta áratug eða úr 36 milljónum
lesta 1951 í 49 milljónir lesta 1961.
Iðnaðurinn hrifsar vinnuaflið.
Á sama tíma og eftirtekj an hefur stórlega
aukizt hefur vinnuafl mannshanda þorrið
mjög í sveitum þar, iðnaðurinn hefur sogað
til sín unga fólkið, svo að fólk við sveita-
störf var 1.3 milljónum færra í Vestur-
Þýzkalandi 1961 en það var 10 árum áður,
en þetta nemur því nær þriðjungs fækkun.
Til þess að hemla á móti og auka eftirtekj -
una hefur verið gripið til fjárfestingarráð-
stafana og nema þær á þessum sama áratug
22 milljörðum marka, þar af til vélakaupa
16 milljarðar marka eða 160 milljarðar ísl-
enzkra króna.
Slíkar feiknaupphæðir hefur landbúnað-
urinn sj álfur ekki getað lagt af mörkum en
samveldið vestur-þýzka hefur hlaupið þar
undir bagga og veitt bæði styrki og hag-
kvæm lán. Á árinu 1962 nemur ríkisaðstoðin
þannig 2.06 milljörðum marka til jarðrækt-
nota mikilvirk nútímatæk', helzt hin full-
komnustu sem þekkjast. Hjá okkur eru vél-
ar og annar tæknibúnaður lágtollaður —
það, sem ekki er framleitt í landinu. Góð
lyftistöng fyrir ykkar starfsfúsu og vel
hæfu kjötiðnaðarmenn væri að fá tæki og
tækni til fjölhæfari vinnslu úr því efni sem
hér er til umráða og úrvals, því að fram-
undan eru nýjar leiðir að velja um á svið:
matvælaiðnaðar og fjölbreyttari geymslu-
aðferða.
ar og landskiptamála en það er hækkim
frá síðasta ári um 510 milljónir marka.
Bújörðum fœkkar.
Smábýlin eru lögð niður og landskipti
endurskoðuð og bújarðir stækkaðar svo að
síðan 1949 hefur sveitabýlum fækkað um
400.000. Býli þessi, sem horfin eru, voru
flest i/2—10 ha að stærð. Á árinu 1961 fækk-
aði bújörðum um 37.000 en samtímis stækka
bújarðirnar því að land smábýlanna mynd-
ar stærri býli.
Landskiptamál þýzkra bænda er mál
málanna. Land hvers bónda hefur einatt
verið á 20—40 stöðum, þó að samanlögð
landstærð hafi numið aðeins nokkrum
hekturum, en nú er ofrað stórfé til nýrrar
landskipunar til þess að hægt sé og auð-
velt að hagnýta vélgengi nútímans, og
hætta að nota kýr sem dráttarafl, en um
2 milljónir nautgripa voru notaðir til drátt-
ar í Vestur-Þýzkalandi árið 1950.
ALNARPSTOFNUNIN.
í Svíþjóð hélt hátíðlegt 100 ára afmæli sitt
í sumar. Það var árið 1862 að stofnaður var
þar almennur tveggja ára skóli til þess að
mennta menn á sviði landbúnaðar.
í 100 ára sögu stofnunarinnar hefur námið
þar verið sérgreint. Síðan 1873 hafa garðyrkju-
fræðingar hlotið menntun á Alnarp. Mjólkur-
fræðikennslan hófst 1873 og æðri menntun á
því sviði og svo á sviði landbúnaðar árið 1903.
Þegar nýskipan varð við Búnaðarháskólann
á Ultuna árið 1933, varð um leið nýskipan á
Alnarp er búvísindanámið hætti þar. Þeim
mun meiri áherzla hefur síðan verið lögð á
tilraunir, rannsóknir og menntun mjólkur-
fræðinga og garðyrkjumanna svo og menntun
tæknifræðinga landbúnaðarins (Lantmástara).
Og enn verða nokkur þáttaskil, því að frá
1963 verður búnaðarskólinn þar lagður niður
en aukin áherzla lögð á tilraunir og rannsókn-
ir á þeim sviðum, sem þar eru rækt og eink-
um er fyrirhugað að efla að mun tækni-
menntunardeildina.
j