Freyr

Årgang

Freyr - 15.02.1964, Side 8

Freyr - 15.02.1964, Side 8
62 FREYR Tafla II Ormaeggjatala í saur. Samanburður á vænum og rýrum dilkum frá Húsavík og Kópa- skeri. Okt. 1963. Vænir dilkar Rýrir dilkar Tala Meðal- Ormaeggjatala Tala Meðal- Ormaeggj atala Sýnishorn fall- Meðalt. > 1000 fall- Meðalt. > 1000 þungi í 1 gr- egg í 1 gr. þungi í 1 gr. egg í 1 gr- Frá 24 bæjum í S-Þing. 60 13,60 kg 697 9 15% 88 10,20 kg 661 12 14% Frá 15 bæjum í N-Þing. 85 13,39 — 592 11 13% 50 8,97 — 737 7 14% Samtals: 145 13,48 — 635 20 14% 138 9,75 — 688 19 14% Af þessum lömbum voru 60 talin góð og meðalfallþungi þeirra 13,6 kg. Hin 88 lentu í úrkasti með meðalfallþunga 10,2 kg. Á Kópaskeri voru tekin sýnishorn úr 135 dilkum frá 15 bæjum í Kelduhverfi í N- Þingeyjarsýslu. (Björn Þórarinsson frá Kílakoti í Kelduhverfi tók sýnishorn í slát- urhúsi á Kópaskeri). Meðalfallþungi vænu lambanna, samtals 85, var 13,39 kg, en skrokkar rýru lambanna 50 vógu til jafnaðar 8,97 kg. Við athugun á saursýnishornum úr 148 dilkum úr S-Þing. fundust að meðaltali 675 ormaegg í hverju grammi af saur. í vænni lömbunum (60) reyndist meðaltal orma- eggja 697 en í úrkastslömbum (88) var til- svarandi tala 661. Þúsund ormaegg í grammi eða þar yfir, fundust alls í 21 lambi (14%). Af þeim voru 9 úr hópi úrkastslamba (14)%. Lömbin úr Kelduhverfi skiptust í 85 sæmilega væna dilka og 50 rýr lömb. Við ormaeggjatalningu reyndust til jafnaðar 592 ormaegg í grammi í vænu lömbunum og 11 þeirra eða 13% með ormaeggjatölu yfir þúsund. Tilsvarandi tölur hjá rýru dilkunum voru 737 ormaegg í grammi og 7 lömb með háa eggiatölu eða 14%. (Frú Val- gerður Sigurðardóttir, aðstoðarmaður á KeJdum, framkvæmdi ormaeggjatalningu). Heildarniðurstöður af talningu ormaeggja í saur úr 283 dilkum sýna svipaða útkomu í báðum þungaflokkum og benda eindregið gegn því, að ormasýking eigi sök á hinum mismunandi þrifum lambanna. Ekki er hægt að fullyrða neitt um það hve há ormaeggjatalan þurfi að vera í haustdilkum hér á landi, til að gefa til kynna skaðlega garnaormasýkingu. Þær at- huganir, sem mér eru kunnar, benda til þess, að ormaeggjatala í heilbrigðum haust- lömbum sé venjulega að meðaltali frá 300 til 1000 í grammi af saur. Þetta mun þó án efa vera mjög misjafnt í einstökum landshlutum og fara eftir aðstæðum við vor- og sumarbeit og vörzlu fjárins að haustinu. Lambakregða og fallþungi. Kregðuskemmdir fundust á misháu stigi í 10 af 148 lambalungum úr S-Þing. og í 2 af 135 lambalungum úr Kelduhverfi. — Þessi 12 kregðulömb voru frá 6 bæjum af þeim 39 bæjum, sem alls voru send sýnis- horn frá og fyrr er getið. Þegar þess er gætt, hve óvíða kregða kemur fram í lömb- um, er augljóst, að sú veiki getur ekki hafa átt verulegan þátt í lambarýrðinni í Þing- eyjarsýslum á sl. hausti. Samanburður á fallþunga kregðulamba og annarra lamba í sömu fjárhópum stað- festir þetta einnig (sjá töflu III). Tafla III Samanburður á fallþunga kregðulamba og annarra lamba frá sömu bæjum. Tala Við lungnarann- Meðalfallþungi Hreppar bæja sókn fannst lamba kg JO « 8 ts S »03 SO 3 M tao ■- tao &0 á SO «> 0J E s C ÍO •a m 6 J2 iá J3 Tjörnes- 1 6 4 9,6 10,5 Reykja- 2 2 14 11,3 9,7 Aðaldals 1 2 4 8,8 14,4 Keldunes- 2 2 18 15,0 10,8 AIls: 6 12 40 10,6 11,0

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.