Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1964, Síða 15

Freyr - 15.02.1964, Síða 15
FREYR 69 ÓLAFUR E. STEFÁNSSON: ÚR SKÝRSLUM NAUTGRIPARÆKTARFÉLAGANNA Meðalársnyt nythæstu kúnna Skrá yfir kýr, sem mjólkuðu 22 þús. fe ár- ið 1962, var birt í 2. tbl. Freys á þessu ári. Það ár mjólkuðu alls 280 kýr yfir 20 þús. fe, en á skýrslum voru þá 570 kýr, sem ein- hvern tímann höfðu náð svo háum ársaf- urðum og afurðaskýrslur voru til yfir óslit- ið frá 1. burðardegi. í þeirri skrá, sem hér er birt, eru meðalársafurðir þeirra kúa í þessum hópi, sem mjólkað hafa 17 þúsund fe að meðaltali á ári í skemmst 5 ár. Alls eru 139 kýr á skránni, og hafa þær að 3 und- anteknum verið dæmdar á nautgripasýn- ingum, 130 hlotið I. verðlaun og hinar 6 II. verðlaun. Margar af þessum kúm eru lands- kunnar meðal nautgriparæktarmanna, og hefur áður verið skrifað sérstaklega um nokkrar þeirra. Efst á skránni er Bauga 36, Halldórs Guðmundssonar á Naustum við Akureyri, en bú hans hefur um langt skeið verið í flokki með þeim, sem hæsta meðalnyt hafa haft á árskú. Bauga, sem hlotið hefur I. verðl. af 1. gráðu, er dóttir Funa N48 og Krögu 19, úrvalskú, en Funi var sonur Kols N1 og Eyrarrósar 31 í Sigtúnum. Funi, sem var vel byggt naut, stóð afar nærri I. verðlaunum á sínum tíma, en faðir hans var mjög vel þekkt I. verðlauna naut. Bróðir hans sammæðra, Loftur 102, hlaut I. verð- laun í Hrunamannahreppi. Eins og sést á skránni, hafa nokkrar af- urðahæstu kýr landsins fallið á árinu. Verð- ur sumra þeirra getið í grein með skrá yfir kýr, sem mjólkað hafa yfir 40.000 kg um ævina og birt verður í 6 tbl. Freys. FUNI N 48, f. 1. nóvember 1951 að Sigtúnum í Önguls- staðahreppi. F. Kolur N 1. M. Eyrarrós 31. Meðal dætra hans eru Bauga 36, sem hæstar meðalársafurðir hefur, eins og sést á skránni, og Rikka 6, Garði í Öngulsstaðahreppi, sem var 2. afurðahæsta kýr Iandsins árið 1962 með 6171 kg mjólkur, en 28016 fe. Dætur Funa eru sterklega byggðar og flestar vel hold- fylltar.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.