Freyr - 15.02.1964, Blaðsíða 22
76
FREYR
MAURASÝRA OG VOTHEYSHLÖÐUR
Sunnlenzkur bóndi leit inn til FREYS í vetur
og færði það í tal, að sér virtist votheysturn-
inn sinn hafa látið á sjá við það, að í fyrra
sumar notaði hann maurasýru til iblöndunar
í votheyið. Þessi athugun bóndans er auðvitað
hárrétt. Sýrur leysa upp steinsteypu og þar
sem sýra er notuð að staðaldri til íblöndunar
í hey, rýrir það endingu hlöðunnar ef ekki eru
sérstakar ráðstafanir gerðar til varnar. Erlend-
is hefur það verið venja að nota sýru og þar
eru hlöðurnar sýruvarðar. Hér hefur sjálf-
gerjun verið svo að segja algild til þessa, en
þrátt fyrir það þarf að verja hlöðurnar gegn
áhrifum hinna veiku sýra í heyinu. Þetta
þekkja allir. Nú, þegar farið er að nota súr í-
blöndunarefni, er nauðsynlegt að sýruverja
hlöðurnar svo að ending þeirra verði ekki ó-
hæfilega skammvinn. Svonefnt „sílólakk" hef-
ur um Norðurlönd verið talið bezt til þessara
þarfa enda hefur samanburður á því nær 20
mismunandi efnum sýnt þann árangur.
ALUMIN - GRÓÐURHÚ S
Frá nágrannalöndum okkar berast þær frétt-
ir, að gróðurhús úr alumini leysi senn af hólmi
þau, sem gerð eru úr timbri eða stáli. Inn-
kaupasamband danskra garðyrkjumanna hefur
t. d. nýskeð gert samning við amerískt fyrir-
tæki um framleiðslu og sölu aluminhúsa til
Danmerkur, en vestan hafs eru aluminhúsin
þegar að leysa öll önnur af hólmi, segja þeir,
sem bezt þekkja þessa hluti. Það er sótzt eftir
alumingrindum í stað hliðstæðra. úr öðru efni
af því að viðhald hinna fyrrnefndu er miklu
auðveldara og ódýrara.
í þessu sambandi er vert að minnast þess,
lesandi góður, að alumin er sama heitið og
aluminium, en nýyrðanefnd mælist til þess,
að heitið ALÚMÍN sé notað í íslenzku, það er
auðvelt á tungu og létt í beygingu.
NORSKIR BÆNDUR
áttu samtals 150 sláttutætara árið 1960 en á
síðasta sumri voru 1200 í notkun hjá bændum,
svo ör er þróun þess uppskerufyrirkomulags,
sem notar þetta nýja tæki. Fyrst og fremst er
sláttutætarinn notaður til þess að slá og hirða
vothey enda hefur votheysgerð í Noregi aukizt
geysilega síðustu árin eða um 100% á 5 árum,
segir NORSK LANDBRUG, og votheysmagnið
nam 1,2 milljónum lesta á síðasta sumri.
ÞJÓÐVERJAR
flytja inn smjör, það er bæði gömul og ný
staðreynd, og líklega kaupa þeir það sem við
höfum framleitt fram yfir innanlandsneyzlu.
„BAUERNBLATT“, það er þýzkt bændablað,
upplýsir, að á fyrstu 4 mánuðum þessa árs sé
smjör keypt frá 22 löndum, þar á meðal 200
lestir frá Rússlandi, sem náttúrlega er aðeins
eins og dropi í þeirra hafi. Frá Frakklandi
kaupa Þjóðverjar mest eða 5700 lestir á nefndu
skeiði.
K-40-MÆLIR
eða K-40-Computer á frummálinu, er tæki,
sem notað er fyrir vestan haf til þess að stað-
festa magn kjöts og fitu í svínsskrokkum.
Tímaritið Nationai Pig Farmer segir að þetta
tæki hafi verið notað til þess að ákveða magn
af geislavirku kalí í líkömum dýra, en nú sé
búið að fullkomna það til þess að mæla ofan-
greind efni í dýraskrokkum.
FORSÍÐUMYNDIN
er að þessu sinni úr stofu þar sem eiralofn-
inn er stofuprýði auk þess að hafa sína
kosti fram yfir aðra miðstöðvarofna sem
hitagjafi, hvort sem venjulegt lindarvatn
eða hitaveituvatn er í miðstöðvarkerfinu.
í öðru lagi sýnir myndin hve hlýleg stofan
er. Gólfteppið frá Vefaranum á sinn sterka
þátt í því.
Þægilegir litir og vel valin mynstur eru
þar mikilvægt atriði, auk þess hlýleika, sem
alltaf fylgir íslenzku ullinni, en teppi Vef-
arans eru íslenzkur iðnaður úr íslenzkri ull.
Hvert einasta heimili — í sveit og í bæ —
kappkostar að sjálfsögðu að skapa fólkinu
þægilega tilveru. Þess vegna er eftirspurnin
svo mikil eftir:
Eiralofnum Ofnasmiðjunnar og
Gólfteppum Vefarans.
Einholti 10, Reykjavík.