Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1968, Síða 3

Freyr - 01.02.1968, Síða 3
FREYR BÚNAÐARBLAÐ Freyr nr. 3. — febrúar 1968 64. árgangur Utgefendur: BÚ NAÐARFÉLAG (SLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: GÍSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Heimilisfang: PÓSTHÓLF 390, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK Rltstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndaholiinni, Reykjavík — Sími 19200 Prentsmiðja Jóns Helgasonar Reykjavík — Sími 38740 EFNI: Efnahagsmál bœnda Verðlagsmálin Verðgrundvöllur búvöru 1. jan. 1968 Greinargerð meirihluta yfirnefndar Samþykktir Búnaðarsambands Eyjafjarðar Yfirlýsing stjórnar Stéttarsambandsins Menn og Málefni Útigangshross Garnaveiki í Lundarreykjadal Verð á búvörum 1. jan. 1968 Molar Efnahagsmál bændanna í þessu liefti FREYs er greinargerð um starfsemi yfir- nefndar þeirrar, sem ákveða skyldi verðgrundvöll fram- leiðsluársins og í öðru lagi er hér birt grein formanns Stéttarsambandsins um verð-grundvöllinn. Það leikur vart á tveim tungum, að bændur eiga að þessu sinni við mikinn vanda að etja á sviði efnahags- mála. Búskapurinn er í vaxandi mæli háður tækninni og hann krefst stöðugt meiri fjármuna svo að rekinn verði á hagrænan hátt og samkvæmt nútíma kröfum. En hið hagræna í búskapnum steytir bara á skeri — eða skerjum —■ þar sem við er að etja önnur viðhorf en þau, sem vilja viðurkenna, að hlutur fjármagnsins þarf að fá nokkuð í sína pyngju. Það þarf miklu meira fjármagn nú en gerð- ist fyrrum, tæknin kostar fjármuni en hún sparar vinnu, og því meiri vinnu og erfiði sparar hún sem nýting henn- ar er fullkomnari. Það eru ekki nema 15—20 ár síðan það þótti ósvinna að œtla bónda að hirða í hæsta lagi 12 kýr og ungviði að auki. Með auknum húsakosti og miklu hentugri húsakosti, ásamt viðeigandi tœknibúnaði, mjaltavélum o. fl. þykir það ekki nema meðal manns verk í dag að hirða 20—30 gripi og ekki eru fá dæmi þess að það sé mannsvinna að hugsa um 30—40 kýr og ungviði að auki. En þessi fullkomni búnaður kallar á fjármagn og miklu meira fjármagn, en áður þekktist í íslenzkum bú- skap og fjármagnið kallar á sinn hluta eftirtekjunnar til viðhalds og vaxtagreiðslu. Skuldabagginn þyngist, en þegar hlutur hans á gjaldalið rekstursreikningsins er ekki viðurkenndur, hlýtur sá baggi að lenda á eiganda búsins og draga frá kaupi hans. Þetta er einn liður af fleirum, sem hallast verulega á í verðgrundvellinum nú. Þegar við bœtist svo óblítt árferði, — svo ekki sé meira sagt — er engin furða þótt þungt sé fyrir fæti hjá ýmsum og vandi að sjá, hvernig inna skal af hendi greiðslur fyrir stœrstu pósta rekstrarvara, svo sem innkeypt fóður og áburð. Sá vandi er svo almennur nú, að stórum batnandi árferði þarf til þess að þau sund opnist í efnahagsmálum, sem þorra bænda sé fært að sigla um heill í höfn. Þeir eru allt of margir, sem ósýnt er um hvort stranda muni á skerjum skuldabrúnku eða komist klakklaust yfir örð- ugleikana, sem við blasa á sviði efnahagsins. Þegar bæði náttúruöflin og mannlegur kraftur leggja steina í göt- una, þá er varla von að allir aki heilum vagni heim. En má ekki ætla að þessi áfangi sé aðeins stuttur spölur á leið vegfarandans? Við vonum að svo sé. — G. F R E r R 59

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.