Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1968, Síða 7

Freyr - 01.02.1968, Síða 7
ráðstöfun gengishagnaðar af landbúnaðar- vörum, sem búið var að framleiða þegar gengið var fellt, en ekki var búið að flytja út. Sú upphæð var áætluð 40—50 millj. króna. í löggjöfinni var landbúnaðarráð- herra falið að ráðstafa þessu fé. Ástæða er til að ætla, að þessu fé verði varið til upp- bótar á útfluttar vörur og þá fyrst og fremst til tryggingar því, að bændur fái úrskurð- að verð fyrir ull og gærur sbr. greinargerð oddamanns þar um svohljóðandi: „Loks er að geta þess, að ákvörðun um verðlag á ull og gærum var einnig af hálfu sexmannanefndar skotið til yfirnefndar. Um þessi atriði fékk yfirnefndin gögn um söluhorfur, og eftir að gengisbreytingin var komin á, kannaði hún einnig fáanleg gögn, til þess að geta gert sér grein fyrir því, hver gengishagnaður yrði á ull og gærum og hvert yrði sennilegt útborgunarverð þeirra. Voru yfirnefndinni og flutt þau skilaboð frá ríkisstjórninni, að ákveðið hefði verið, að allur gengishagnaður af landbúnaðaraf- urðum rynni til landbúnaðarins, fyrst og fremst til verðuppbótar á ull og gærum af framleiðslu verðlagsársins 1967/1968. Verð á nefndum framleiðsluvörum var ákveðið með tilliti til þessara atriða“. —o— Hinn 1. des. átti að koma kauphækkun hjá bændum, eins og öðrum stéttum og nam sú hækkun um 2% á afurðaverðið. En vegna þess, að ekki var búið að ganga frá aðalverðlagningu þá, dróst framkvæmd þeirrar hækkunar til 13. des. að auglýst var í einu lagi nýtt verð á landbúnaðar- vörum, með þeim breytingum, sem fólust í úrskurðinum um haustgrundvallarverð, svo og 3.39% vísitöluhækkun kaupliðsins. Um miðjan des. var lögfest á Alþingi ákvæði um, að landbúnaðurinn skyldi fá hækkun vöruverðs vegna hækkana rekstr- arvara eftir gengisbreytingarnar. Strax eftir gengisfellinguna óskaði stjórn Stéttarsambandsins eftir upplýsingum frá Hagstofunni um þær breytingar, sem yrðu á verði rekstrarvara landbúnaðarins af hennar völdum. Þessar upplýsingar komu 13. des. Sumpart voru þær áætlaðar, vegna þess, að ekki var búið að ákveða alla þætti, sem þetta snerti, svo sem flutningsgjöld frá útlöndum, flutningskostnað innanlands og álagningareglur og sölukostnað varanna. Þessar hækkanir voru í allmörgum grein- um taldar nema um 25%, þó með nokkrum undantekningum, eins og varðandi olíu, sem hafði hækkað um 13,2% og benzín, sem hafði hækkað 8,3%. Hækkun erlends kjarnfóðurs var áætl- uð 23,45%, timburs og járns 25% og vara- hluta í vélar 20%, flutninga 11% o. s. frv., en óviss hækkun á áburði. Strax og lögin voru samþykkt var kallaður saman fund- ur í sexmannanefnd og fóíru iumræður fram 17.—19. des., sem enduðu með sam- komulagi um hækkun á 11 kostnaðarliðum grundvallarins, sem námu samtals kr. 11.000,00 eða 2.88% á gjaldahlið hans, en rúmlega 3% hækkun afurðaverðs til bænda. Kom sú hækkun til framkvæmda 1. jan. Ekki fékkst hækkun á áburðarverði og viðhaldsefni girðinga, enda lágu ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um breytingar á verði þeirra, en fyrirvari settur af hálfu fulltrúa framleiðenda um, að þeir mundu gera kröfu til að þær hækkanir yrðu tekn- ar í verðlagið í vor, þegar þær koma fram. Með þessari ákvörðun var lokið verð- lagningu fyrir yfirstandandi verðlagsár, þ. e. að segja, ef engar kaupbreytingar verða. Úrskurðurinn um búvöruverðið svo og öll meðferð málsins, þá ekki sízt dráttur verðlagningar, varð stjórn Stéttarsambands bænda mikil vonbrigði. Engin tilraun er gerð til að meta þær upplýsingar, sem fram eru lagðar um kjör bænda í samanburði við kjör annarra stétta. Engin tilraun er gerð til að meta áhrif aukins tilkostnaðar við búvöruframleiðsluna, vegna óhagstæðs tíðarfars. Og það sem mestu máli skiptir, 63 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.