Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1968, Page 8

Freyr - 01.02.1968, Page 8
Fuglakynbótabúið Reykjum hefur að venju daggamla unga og 8 vikna af þrem hreinum kynjum: Hvítir ítalir — Brúnir ftalir — Plymout Rock Ennfremur alls konar tœki til alifuglarœktar svo sem fóstrur (nýleg gerð) brynningatœki o. fl. fyrirliggjandi. Höfum nú sem fyrr forystu í öllu, sem að alifuglarœkt lýtur. Allar upplýsingar veittar bréflega og sím- leiðis. PantiS tímanlega JÓN M. GUÐMUNDSSON, Reykjum, Mosfellssveit — Sími (91)66150 Reykjavík, 18. jan. ’68 er, að vinnan við framleiðsluna er ekki metin samkv. ákvæðum framleiðsluráðs- laga og alls ekki verðlögð í samræmi við kaupgreiðslur fyrir önnur sambærileg störf. Þar með er rofið það samkomulag, sem gert var veturinn 1965—1966 um breyting- ar á framleiðsluráðslögunum og lögfest var í maí 1966. Þetta sýnir, að engu er að treysta í þessu efni. Af þessu er ljóst, að löggjöfin veitir stéttinni ekki þá hagsmunavernd, sem til var ætlazt og bændur hafa treyst. Þess vegna hljóta bændur að taka til athugunar, hvort ekki sé ástæða til endurskoðunar og gjörbreytingar á löggjöfinni, svo hún nái þeim megin tilgangi sínum að tryggja bændum viðunandi lífskjör. Stjórn Stéttarsambands bænda hefur mótmælt úrskurðinum og ákveðið að kalla saman aukafund til að kynna fulltrúum bænda alla sögu málsins og niðurstöður. Þar mun einnig koma til umræðu út- flutningur landbúnaðarvara og það við- horf, sem enn blasir nú við, þrátt fyrir gengisbreytinguna, að útflutningsbætur muni á þessu ári alls ekki duga, til að bændur fái fullt verð fyrir framleiðsluvör- urnar. Ég ræði þetta ekki meira að sinni, því munu gerð fyllri skil á aukafundi þeim, sem ráðgerður er. Ég þakka stjórn Stétt- arsambands bænda einhuga samstöðu um baráttu fyrir réttarbótum stéttinni til handa. Á sama hátt þakka ég Inga Tryggva- syni ágætt starf í yfirnefnd. Árangur af störfum okkar allra er miklum mun minni, en við höfðum búizt við. Gera má ráð fyrir, að í hönd fari erfitt ár fyrir bændur lands- ins. Ég vil þó enda þessa grein með ósk um, að þeir megi eygja bjartari tíma fram- undan og að náttúran verði þeim hliðholl og gjöful á komandi sumri. 64 Gunnar Guðbjartsson. f «EU

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.