Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1968, Blaðsíða 11

Freyr - 01.02.1968, Blaðsíða 11
Verðlacgsgrurtcflvöllur búvöru GreinargerS oddamanns yfirnefndar samkvœmt lögum nr. 101/1966 Með lögum nr. 55 frá 13. maí 1966 var gerð breyting á lögum nr. 59 frá 1960 um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins o. fl. Var breyt- ing þessi því næst felld inn í áðurnefnd lög frá 1960 og þau svo gefin út sem lög nr. 101/1966. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. nefndra laga skal söluverð landbúnaðarafurða á innlend- um markaði miðast við það, að heildartekj- ur þeirra, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinn- andi stétta. Hefur þessi viðmiðunarregla verið í lögum allt frá 1947 án nánari á- kvæða um það, hvernig þessu marki skyldi náð. Með 2. mgr. 4. gr. sömu laga var gerð sú breyting frá eldri ákvæðum laga, að nú skal í verðlagsgrundvelli tilfæra ársvinnu- tíma bóndans, skylduliðs hans og hjúa á búi af þeirri stærð, sem við er miðað hverju sinni. í 8. gr. laganna eru svo reglur um það, að Hagstofa íslands skuli afla fullnægjandi gagna um framleiðslukostnað landbúnað- arvara og afurðamagn. Skal Búreikninga- skrifstofa ríkisins, nú Búreikningastofa landbúnaðarins, sbr. lög nr. 20/1967, afla árlega rekstrarreikninga frá bændum, er sýni raunverulegan framleiðslukostnað landbúnaðarvara. Þá eru og í nefndri grein fleiri fyrirmæli, er að öflun gagna um nefnd atriði lúta. Ákvæði áðurnefndrar 4. gr. um tilfærðan ársvinnutíma bóndans er, svo sem sagt var, nýmæli í lögunum og miða ákvæði 8. gr. að því, að hægt sé að afla fullnægjandi upplýsinga um hann með skýrslusöfnun þeirri og rannsóknum, sem nefnd grein mælir fyrir um. Rannsókn með sérstöku tilliti til þessa hófst með vinnumælingum sumarið 1966, en skýrslusöfnun eftir hin- um nýju lagaákvæðum um s. 1. áramót, og gat verðlagsgrundvöllur sá, sem gerður var haustið 1966, því að sjálfsögðu ekki byggst á niðurstöðum slíkrar rannsóknar eða at- hugunum samkvæmt hinum sérstöku fyrir- mælum 8. gr. Var ársvinnutími bóndans því eigi tilgreindur í verðlagsgrundvelli og önnur viðmiðun höfð, þegar laun bónda voru ákveðin. Er ekki fram komið að um þetta hafi verið ágreiningur í sexmanna- nefnd, er í það sinn varð sammála um verðlagsgrundvöllinn, en niðurstöðutölur hans hækkuðu þá um 10,8% frá því, sem áður var, haustið 1965. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 101/1966 skal verðlagsgrundvöllur gilda um tveggja ára tímabil, og átti það ákvæði að koma til framkvæmda frá 1. sept. þ. á. Þegar til þess kom á s. 1. sumri, að ákveða verðlagsgrundvöll fyrir tímabilið 1. sept. 1967 til 31. ágúst 1969, náðist eigi samkomu- lag í sexmannanefnd og skaut hún þá mál- inu til yfirnefndar samkvæmt 6. gr. lag- anna, með bréfi dags. 14. okt. s. 1. Yfirnefndin er svo skipuð samkvæmt 6. gr. oftnefndra laga nr. 101/1966, að full- trúar framleiðenda tilnefndu Inga Tryggvason bónda, Kárhóli, en fulltrúar neytenda Áma Vilhjálmsson prófessor. Oddamaður var Hákon GuSmundsson yfir- borgardómari, er sexmannanefnd varð sammála um að nefna til þessa starfs. Samkvæmt áðurnefndu bréfi sexmanna- 67 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.