Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1968, Side 14

Freyr - 01.02.1968, Side 14
Samþykktir aukafundar Búnaðarsambands Eyjafjarðar Búnaðarsamband Eyjafjarðar hélt auka- fund mánudaginn 15. jan. s.l., til þess að ræða um málefni sambandsins og ýmis vandamál bændastéttarinnar. Fundinn sóttu fulltrúar frá 14 búnaðar- félögum af 16, sem eru í sambandinu, enn- fremur stjórn sambandsins, ráðunautar þess og nokkrir fleiri gestir. Miklar umræður urðu á fundinum, eink- um um búfjársjúkdóminn hringskyrfi og verðlagsmál landbúnaðarins. Var fulltrú- um skipt í nefndir til að fjalla um þau mál að loknum umræðum og var svo gefið fundarhlé meðan nefndirnar störfuðu. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á fundinum: Skuldahœkkun vegna gengisfellingar „Fundurinn skorar á ríkisstjórn og Alþingi að verja fé úr ríkissjóði til þess að greiða, kvæmt upplýsingum búreikninga og vinnumælinga. Sé miðað við meðal tekjur viðmiðunarstéttanna 1966 ætti launaliður- inn að vera ca 22% hærri. 2. Magn kjarnfóðurs er stórlega van- reiknað í grundvellinum. Sama er að segja um áburðarmagn og rökstuddum óskum bænda um leiðréttingu á vélakostn- aðarliðnum er ekki sinnt. 3. Flutningskostnaðarliðurinn er ekki í samræmi við afurðamagn búsins og rekstr- arvöruþörf. 4. Vextir eru vanreiknaðir. 5. Afurðir af sauðfé eru ofreiknaðar og enn fremur garðávextir. Ýmsar fleiri veilur tel ég, að finnist í verðlagsgrundvelli þeim, sem yfirnefnd skilar nú, þótt ég geri þær ekki að þessu sinni að nánara umræðuefni. Ingi Tryggvason. að verulegu leyti, skuldahækkanir, sem orðið hafa við gengisfellinguna, á lánum þeim úr Stofnlánadeild landbúnaðarins, sem háð voru gengistryggingu“. Trygging vegna hafíshœttu „Fundurinn beinir þeim tilmælum til Bún- aðarþings og Stéttarsambands bænda að vinna að því við ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þeim, sem verzla með fóðurvörur, olíur og aðrar helztu lífsnauðsynjar við þær hafnir, sem hætta er á að hafís geti lokað, rekstrarlán, sem geri þeim mögu- legt að hafa a. m. k. fjögurra mánaða birgðir um hver áramót“. Hringskyrfi „Fulltrúafundur Búnaðarsambands Eyja- fjarðar, haldinn á Akureyri 15. janúar 1968, samþykkir eftirfarandi um búfjársjúkdóm- inn hringskyrfi: 1. Fundurinn skorar á hæstvirtan land- búnaðarráðherra að fyrirskipa nú þeg- ar ýtarlega athugun á búfjárstofninum í nágrenni við hin sýktu svæði, svo að fyrir liggi með vordögum, hversu mik- illi útbreiðslu veikin hefur náð. 2. Fundurinn skorar á Búnaðarþing 1968, að taka mál þetta til meðferðar og létta ekki baráttu sinni fyrir útrýmingu sjúk- dómsins, fyrr en fullur sigur er unninn. 3. Að gefnu tilefni skorar fundurinn enn- fremur á yfirdýralækni og Búnaðarþing 1968 að hlutast til um aukið eftirlit með útlendingum, sem ráða sig til landbún- aðarstarfa, vegna smithættu á búfjár- sjúkdómum“. Tillögum þessum fylgdi eftirfarandi greinargerð: „Þar sem búfjársjúkdómurinn „hrings- kyrfi“ hefur nú verið úrskurðaður á einum bæ utan varnargirðinga í Hrafnagilshreppi, er augljóst, að taka verður fastari tökum á aðgerðum þeim, sem miða eiga að útrým- ingu hans. Er það álit fundarins, að varnir gegn útbreiðslunni hafi hrapalega mistek- 70 FJEYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.