Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1968, Side 22

Freyr - 01.02.1968, Side 22
veikinnar varð fyrst vart og hve mikill hluti fjárins reyndist garnaveikur, þegar því var slátrað. Haustið 1962, þegar veikin var staðfest á Skálpastöðum, virtust í bili möguleikar fyrir því, að meiri smitdreifing hefði þeg- ar átt sér stað en raun varð á. Garnaveiki hrúturinn á Skálpastöðum hafði dvalið um tíma á Hesti í fengitíð 1961—1962, og hrút- ur frá Gilsbakka í Hvítársíðu verið á Skálpastöðum frá októberbyrjun fram að áramótum, sama veturinn, og var síðan sendur heim. Endurteknar athuganir á fé, sem dvaldist, skemmri eða lengri tíma, með Skálpastaðahrútnum þennan vetur, benda ekki til þess, að hann hafi neitt verið far- inn að smita frá sér á þeim tíma. Með þess- um rannsóknum féll því niður allur grunur um garnaveikissýkingu í fénu á Hesti, Gils- bakka og fleiri bæjum. Eftir að öllu fé hafði verið slátrað á Skálpastöðum haustið 1963 og enginn grun- ur kom fram um garnaveiki við garnaskoð- un á öllu fullorðnu sláturfé, sem til náðist, bentu allar líkur til þess, að mjög lítið væri um garnaveiki í héraðinu. Við vitum nú nokkurn veginn með vissu, að þetta haust var engin garnaveik kind á þessu svæði, en þrír hrútar höfðu þegar gengið með sýkla í sér í heilt ár og einstakar kindur í Múlakoti og Fossatúni höfðu nýlega náð að smitast. Eins og á stóð, reið að sjálfsögðu mest af öllu á því að uppgötva smitaðar kindur, slátra þeim og komast fyrir sýk- inguna. Ekki tókst að vekja neinn áhuga á blóð- rannsóknum þetta haust, en með því eina móti var unnt að finna smitberana. Aftur á móti var almennur áhugi á því að hefja þegar allsherjar bólusetningu á fé gegn garnaveiki. Það virtist þó naumast tíma- bært, þar eð bólusetningin eyðileggur möguleika á notkun blóðprófs og getur því auðveldlega orðið til hindrunar, ef gerð er tilraun til að útrýma garnaveiki á byrj- unarstigi. Það er naumast mögulegt að vinna að blóðprófum í stórum stíl nema með samtaka atfylgi og áhuga fólksins í héraðinu. Þrátt fyrir ábendingu virtist enginn almennur áhugi vera á blóðprófum fjárins, og því lágu allar framkvæmdir niðri til vorsins 1964, en þá kom garnaveik- in í ljós í hrútunum þremur, á Kistufelli, Krossi og Oddsstöðum, sem fyrr segir. Það virðist ótrúlegt, að svo hatrammur smitburður skuli geta átt sér stað, eins og raun varð á við hrútasýninguna á Kistu- felli haustið 1962. Sýningin stóð yfir um 3 klukkustundir, og veiki hrúturinn smitaði á þeim tíma þrjá sýningarhrúta (1—-3 vetra) og lét eftir sig smit í fjárhúsinu, sem nægði til að sýkja nokkurn hluta af fénu á Kistufelli. Það verður naumast hrakið, að hrútarnir frá Krossi og Oddsstöðum smituðust á sýn- ingarstað. Hitt mætti hugsa sér, að garna- veikismit hefði getað borizt áður að Kistu- felli og verið þegar komið það mikið sýk- ingarmagn í fjárhúsin, að aðkomuhrútarnir kynnu að hafa smitazt „úr húsunum", en ekki frá veika hrútnum. Engar líkur hafa þó komið fram um slíkan smitburð milli bæjanna. Upplýst er, að veiki hrúturinn var með rennandi skitu meðan á sýningunni stóð og kominn að dauða úr garnaveiki. Á þessu stigi sjúkdómsins er smitmagn frá saur mjög mikið. Ekki var vitað um aðra áberandi garnaveika kind á Skálpastöðum á þessum tíma, og engin garnaveiki var til annars staðar í sýslunni. Ef smit fjárins á Kistufelli hefði orðið með venjulegum hætti, til dæmis að einhver ærin hefði smitazt í heima- högum á Skálpastöðum, þurfti það að hafa skeð allt að 2 árum áður til að veruleg smit- hætta stafaði af fjárhúsunum á Kistufelli á þeim tíma, sem hrútasýningin var haldin þar. En sjúkrasaga fjárins sýnir Ijóslega, að slík smitleið gat ekki hafa átt sér stað. Aftur á móti benda allar líkur til þess, að smitið hafi borizt úr heimahögum á Skálpa- stöðum í kindur frá Múlakoti og Fossatúni, sem eru næstu bæir við Skálpastaði. Veik- innar varð ekki vart í fénu á þessum bæj- 78 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.