Freyr - 01.02.1968, Blaðsíða 25
ungviði og aldurhnigin, öllum er þeim
ætlað að þreyja veturinn af upp á eigin
spýtur.
Fleira kemur í ljós. Skýrslur og önnur
gögn forðagæzlumanna koma ekki til réttra
aðila til úrvinnslu, fyrr en um áramót. Úr
því verður tæpast úr neinu bætt.
Harðindavetur og vorið með eru ekki
neitt óþekkt fyrirbæri á íslandi, heldur
þvert á móti það, sem einatt vænta má, og
mönnum ber skylda til að gera fastlega
ráð fyrir. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að
vera forðagæzlumaður, sé það tekið alvar-
lega, en jafnframt er það næsta óskiljan-
legt að beita þurfi menn þvingunareftirliti
og ráðstöfunum til þess að sjá borgið sín-
um eigin bústofni.
Nú mætti einnig spyrja um það, er sett
er á til vetrar, hvort hrossin komi þar yfir-
leitt til umræðu, eða hvort bæði eigendur
og eftirlitsmenn séu þar á einu máli að
Útigangshross
Þann 25. maí s.l. vor birtist í Morgunblað-
inu grein sú, er hér fer á eftir. Hún er
þess eSlis, að FREYR vill gjarnan taka
undir með höfundi og birtir greinina því
hér, lítið stytta. Mætti skrif þetta og önn-
ur álíka verða til þess að breyta viðhorfi
liðinna ára til annars og fulikomnara að
því er snertir útigangshrossin. — Ritstj.
Fyrir utan öll lög og rétt standa útigöngu-
hrossin, þúsundum saman, jafnvel tugir
þúsunda, ganga enn sem fyrr á berangri,
ekkert strá er þeim ætlað, ekkert hús eða
kofi til skjóls, ekki svo mikið sem lélegur
skjólgarður. Hross eru þar á öllum aldri,
F R E 1 R
81