Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1968, Side 26

Freyr - 01.02.1968, Side 26
halda sér við gömlu regluna og setja áfram á guð og gaddinn, eða sem sagt ekki nokk- urn skapaðan hlut, er þýðir auðvitað ekki annað en það, að þjáningafull hungurævi, er endað gæti með hordauða hrossanna, gæti haldið innreið sína á íslandi. Eða álíta menn ef til vill í allri bjartsýninni og vel- gegninni, að landið okkar hafi fært sig úr stað? Þótt mikið sinnuleysi ríki almennt hjá okkur um hvers konar dýravernd, þá verð- ur því ekki trúað, að þjóðin í heild sætti sig við þá staðreynd, að þrátt fyrir allt menn- ingartal og tækni í búnaðarmálum, skuli á hverjum haustnóttum vofa yfir hrossun- um íslenzku slík örlög, allt eftir því, hvern- ig veður skipast hverju sinni. Búnaðarsamtökin eru öflugur félagsksap- ur, er spannar landið allt. Nýlega er lokið þeirra árlega þinghaldi, með mættum full- trúum hvaðanæva af landinu. Margir munu hafa vænzt þess, að þingið tæki ummæli búnaðarmálastjóra og yfirleitt þessi mál á breiðum grundvelli til rækilegrar meðferð- ar og létu þau til sín taka, en hafi yfirleitt verið á þau minnzt, hefur það farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér og öðrum. Hestamannasamtökin eru ekki síður sterkur og lifandi félagsskapur, er nær landshorna á milli, með opinbera styrki og sameiginlega áhuga hinna svokölluðu hestavina, og eru þau þess utan blátt áfram tileinkuð hestinum. Hvað skyldu þau hafa lagt til mála? Það hefur lengi viðgengizt, að breitt bil væri milli reiðhestsins og hins venjulega almenna hests, en svo sorglegt sem það er, verður að segja, að það bil hafi fremur stækkað en minnkað við tilkomu hinna umsvifamiklu hestamannasamtaka. Sýnist sem þar hafi verið byrjað á öfugum enda. Málefni útigangshestsins krefjast úrlausn- ar þegar í stað. Eftir að það var til lykta leitt, mátti taka upp gamanið með góðhest- inn, með öllu tilheyrandi. Urmull af launuðum starfsmönnum, á vegum hins opinbera, eru hér starfandi liðs- 82 menn landbúnaðarmála, allt frá Búnaðar- málaráðuneytinu til hinna smærri spá- manna, er standa skulu vörð, hver á sínum vettvangi. Það verður að gera þá kröfu til embættismanna, að þeir nú og framvegis taki í taumana, og geri þær ráðstafanir, sem að gagni koma. Finnst manni raunar alveg út í hött að tala um menningarhætti í bú- málum, meðan sakir standa þannig, að það veltur á tilviljun einni saman, hvort bú- stofninn skrimtir veturinn af, eða veltur út af, með hinum villimannlegasta hætti. Það er undarlega hljótt um þessi mál, en enginn til að trúa því, að sú þögn og sinnu- leysi merki samþykki íslendinga með það ástand er ríkir. Væri hér um það vandamál að ræða, er erfitt væri að ráða bót á, væru viðbrögðin skiljanleg. En í raun réttri virðist dæmið svo einfalt, að enga spekinga þarf til að reikna það út. Bóndi eða ekki bóndi, allir er búfénaði og öðrum húsdýrum hafa fyrir að sjá, eru skyldir til, eins og lög mæla reyndar fyrir, að bera á þeim ábyrgð og eiga jafnan fyrir þau hús og fóður, er nægi- legt reynist á hverju sem gengi, að hross- unum ekki undanskildum. Nokkrum sinnum hefur það komið fyrir þessi síðustu ár, að frá því hefur verið skýrt í fréttum með töluverðri hrifningu, að bændur væru hættir heyskap, svo að segja um mitt sumar, fannst þá nóg komið. Er nokkurn tíma nægilegt eða of mikið af heyjum? Ennþá eru góðu og illu árin staðreynd, sem taka verður tillit til, og nú sem fyrr eru heygnægðir bóndans og skynsamleg fyrirhyggja fyrir mönnum og bústofni, eitt helzta aðals- og manndómsmerki hvers bú- andi manns. Skepnuníðingar og kaldrifjaðir þrjótar gagnvart dýrunum hafa einlægt og munu einlægt vera til, en almennt ábyrgðarleysi um þessi mikilvægu mál er óþolandi. Nógu illt er til þess að vita, hvílík blóðug grimmd og óskiljanlegur fantaskapur ræður enn í samskiptum manna við dýr um víða veröld, F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.