Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 11

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 11
„Að minni hyggju ætti að nota kílplóga miklu meira en gert er.“ verið vanrækt að kílræsa á milli skurða, þar sem það átti að gerast, og almennt hefur viðhald skurða verið svo gersamlega van- rækt, að slíkt mun ekki þekkjast í nokkru öðru landi. Þannig hafa ræktunarlönd, sem orðin voru vel þurr, blotnað upp að nýju. Jarðvinnslan. Vinnslu ræktunarlanda hefur löngum ver- ið áfátt hér á landi. Hér skal í stuttu máli drepið á þætti úr þeirri sorgarsögu. Landnámsmenn íslands brutu land til kornræktar með arði, sem var eins konar tréplógur. Það var akuryrkja. Ekki er vitað hvenær fyrsta pálstungan var stungin í jarðræktarskyni, en fyrsta landbrotið til grasræktar mun hafa verið þaksléttan. Var þá fyrst skorið ofan af með torfljá en síðan með ofanafristuspaða*. Þá * Sumstaðar nefndur undirristuspaði. var flagið pælt með páli og jafnað með tré- reku, þar til skóflan kom til sögunnar. Arið 1752 mun járnplóg hafa verið stung- ið í íslenzka jörð í fyrsta sinn, með litlum eða engum árangri. Þó var haldið áfram að flytja plóga til landsins öðru hverju í meira en 5 aldarfjórðunga, en allir reyndust þeir ofurefli íslenzkum hestum. Það er ekki fyrr en eftir 1880, þegar Torfi í Ólafsdal hóf smíði á nothæfum plógum, að notkun þeirra tók að breiðast lítið eitt út. Upp úr aldamótunum fóru að flytjast inn nothæfir plógar, og um líkt leyti byrjuðu hinar svonefndu umferðaplægingar, sem reyndust vel. Þarna unnu vanir menn með æfðum hestum. En það var annar ljóður á: herfin voru sem næst gagnslaus. Þau dugðu við ofanrist, plægð flög, en voru sem næst gagnslaus á seiga plógstrengi. Þegar diska-, spaða- og hankmóherfin komu á markaðinn, skánaði nokkuð. F R E Y R 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.