Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 14

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 14
unin, enda sé landið hæfilega þurrt. Ekkert hérlent jarðvinnslutæki opnar jarðveginn jafnvel og skerpiplógurinn, en auk þess flýt- ir hann fyrir skjótri bráðabirgðaræktun, því að svörðurinn, sem kemur upp á yfir- borðið, er þegar á öðru ári góður gróður- beður fyrir kartöflur eða grænfóður, en sjálfsagt er að rækta annað hvort þessa á meðan landið er að síga og jafna sig. Þá fyrst þegar fullvíst er, að flagið hafi jafnazt svo, að það ekki missígi, má loka því með varanlegum gróðri. Af gefnu tilefni vil ég sérstaklega taka fram, vegna þeirra, sem heyrt hafa getið jarðvinnslutilraunar með skerpiplóg, sem gerð var á Hvanneyri sumurin 1958 og ’59 og var neikvæð fyrir skerpiplóginn, að hún var að mínu áliti þannig gerð, að góðs ár- angurs var ekki að vænta. Tilfærzla yfirborðsins Nú er unnið að því að sameina lítil rækt- unarsambönd í stærri og um leið sterkari félagaeiningar, og er það vel, um leið verður ræktunarsamböndunum fært að eiga fleiri og fjölbreyttari jarðvinnslu- tæki, til að fullnægja hinum margvíslegu þörfum. Nú er ekki nóg að eiga góð tæki, það þurfa einnig að vera til menn, sem kunna, ekki einungis að handfjalla og hirða vélarnar, heldur og að vinna með þeim svo að í lagi sé. Víða er átakanlegast að sjá vinnubrögð- in við jöfnun landsins. Oft er fyrsta átakið að jafna út skurðaruðningum. Ef ruðning- urinn hefur verið látinn minnst 1 m frá skurðbrún, eins og reglur mæla fyrir um, þá er venjulega óhætt að beita jarðýtu með skekktri tönn eftir ruðningnum endilöng- um. í stað þessa hefur verið algengt að skekkja ekki tönnina með þeim afleiðing- um að missa svo og svo mikinn ruðning ofan í skurðinn. Nái ruðningurinn að skurðbrún, eða sem næst því, er eina ráðið, að aka ýt- unni þvert á skurðinn, fella tönnina innan (skurðmegin) við ruðninginn, aka síðan aftur á bak, svo að tönnin dragi ruðninginn með sér. Þetta er að vonum tafsamt, en verður að gerast. Á hallalausu landi verður að ýta ruðn- ingnum inn að miðjlu á milli skurða og fylla um leið lautir, sem verða kunna á leið- inni. Síðan er um tvennt að velja: a) Jafna landið svo vel, að hvergi geti staðið á því vatnspollar, en jafnframt, eða öllu heldur eftir að landið er gróið, að gera rennur með 15—20 m bili á milli skurðanna. Þessar rennur eru hafðar svo litlar, að þær hindra enga vélavinnu. Þeirra hlutverk er einungis að hirða yfirborðsvatn. Á grónu landi er auðvelt að gera slíkar rennur með litlum einskeraplóg, sem beitt er upp á rönd. Sker hann þá litla þrístrenda rennu. Að sjálfsögðu verður að flytja strengina burtu, en það er tiltölulega lítið verk með hentugum tækjum, því að rúmtak þeirra er lítið. b) Kýfa spilduna, svo að vatnshalli verði til beggja hliða að skurðunum. Það er mikil tilfærsla á jarðvegi, en hættulaus á mýr- lendi, sérstaklega mómýrum. Sé aftur á móti um annan jarðveg að ræða, þarf að- gæzlu við, að dauður jarðvegur sé ekki færður upp á yfirborðið. í því tilfelli er að- ferðin undir a) betri. Víða er land öldótt, hólótt eða með djúp- um lautum eða dældum. Á slíku landi eru oft gerð hin fáránlegasta tilfærsla á jarð- vegi til yfirborðsjöfnunar. Iðulega er ýtt of- an af hólum eða bölum allt niður í harðan leir, möl eða grjót, til að fylla meira eða minna upp að- eða nærliggjandi lægðir. Með þessu er landið stórskemmt til sprettu, og oft að tilefnislausu. Tilfærsla á jarðvegi til jöfnunar verður að sjálfsögðu að ná það langt, að landið sé vel fært öllum heyvinnu- vélum, en lengra er óþarft að ganga. Ef nauðsynlegt er að lækka hóla niður í möl, grjót eða annan dauðan jarðveg, þá skal fyrst ýta frjóum jarðvegi til hliðar á þeim stöðum, er taka eiga við hinni dauðu jörð, og einnig ofan af þeim stöðum, sem á að lækka. Síðan er landið jafnað svo sem nauð- syn ber til, og að lokum er frjóefnajarðveg- 328 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.