Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1969, Qupperneq 15

Freyr - 01.09.1969, Qupperneq 15
urinn breiddur yfir. Þetta getur orðið dýr vinna, ef tilfærslan er mikil, en gerist í eitt skipti fyrir öll. Algengt er, að tiltölulega jafnlent land, eða smáöldótt, sé ræktað, án þess að sjá fyr- ir frárennsli. í vætutíð standa þá tjarnir hér og þar í lautum og lægðum, sem kala í flestum árum. Ýmsum finnst, að við þessu sé ekkert hægt að gera, þar sem ógerlegt sé að jafna landið. Rétt er það, að í flestum tilfellum á alls ekki að jafna landið. í þess stað á að gera geilar á milli lægðanna með jarðýtu. Geilarnar verða að hafa það mik- inn fláa, að þær séu vel vélfærar, og ruðn- ingnum sé jafnað vel út. Engu máli skiptir, þó að geilar þessar hlykkist sitt á hvað um landið. Á hallalitlu landi kemur þessi að- ferð einnig til greina, enda þótt lægðir séu grunnar. Fyrir geta komið það djúpar lægð- ir, að þær verði ekki ræstar fram. Kemur þá til greina að grafa holu niður í vatnsleið- andi undirlag, fylla hana að miklu leyti með grjóti og setja síðast þunnt lag af gróð- urmold yfir. Kalið. Kalskemmdir á túnum, einkum nýræktar- túnum, eru orðnar alvarlegt vandamál. Ár- leg tjón, sem geta hlaupið á tugum milljóna Með komu jarðýtunnar mótast nýtt og stórbætt viðhorf til þess að jafna landið. króna, er ekki hægt að loka augum fyrir. Margt hefur verið rætt og ritað um kalið á síðari árum, og hafa þar margar getgát- ur komið fram. Þeim, sem vilja kynnast því merkasta, er ritað hefur verið um kal, skal bent á ritgerð Ólafs Jónssonar í Ársriti Ræktunar- félags Norðurlands 1937 og Rannsóknir á kali túna eftir Sturlu FriÖriksson, (Rit Landbúnaðardeildar Atvinnudeildar há- skólans 1954). Dr. Sturla rannsakaði kal túna árin 1951 og ’52. Mun það hafa verið harla góð byrjun, enda það merkasta, er til þessa hefur verið borið á borð hérlendis um þetta mál. Nú eru rannsóknir teknar upp að nýju, og er það vel. Ekki ætla ég að koma með bollaleggingar í þessu máli, en þar sem gera má ráð fyrir að bíða verði allmörg ár eftir endanlegri úr- lausn, vil ég rifja upp fyrir bændum þau fáu atriði, sem helzt teljast til varnar, Sum þeirra hafa varanlegt gildi, önnur kunna að vera til bráðabirgða. Hér að framan hefur þegar verið bent á tvennt í sambandi við grassprettuna, sem auk þess er höfuðnauðsyn í baráttunni við kalið, en það er þurrt land og þannig frá gengið, að ekki geti staðið vatnspollar á yfirborði þess. Þetta er grundvállaratriði, F R E Y R 329

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.