Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 40

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 40
BRÉF TIL MJÓLK URFRAMLEIÐENDA UM NOTKUN FÚKALYFJA Allt frá því að penicillínið uppgötvaðist, í seinni heimsstyrjöldinni, hefir fjöldi skyldra lyfja komið á markaðinn og gjörbreytt aðstöðu læknavísind- anna i baráttunni við skæða smitsjúkdóma. Ekki er vafi á, að notkun fúkalyfja hefir stórbætt heilsufar búpenings og við íblöndun þeirra í fóður aukið arðsemi landbúnaðarins. Aukin notkun þeirra hefir, aftur á móti, skapað alvarleg vandamál fyrir mjólkuriðnaðinn og neytendur mjólkur. Þegar fúkalyf eru notuð gegn júgurbólgu finnst oft í nokkurn tíma á eftir mælanlegt magn þeirra í mjólkinni, nægilega mikið til þess að hindra eðli- legan vöxt mjólkursýrugerla, en það getur leitt til örðugleika við gerð osta, sýrðrar mjólkur, skyrs og getur einnig spillt eðlilegu bragði smjörs: Mjög lítið magn af penicillíni í mjólk getur einnig leitt til ofnæmis neytenda hennar, það lýsir sér sem lost, er jafnvel getur leitt til dauða. Mikið mjólkurmagn þarf til þess að þynna fúkalyf í mjólk svo mikið, að fúkalyfsmagnið verki ekki truflandi á vöxt mjólkursýrugerla, enda Ijóst þar, sem penicillín í styrkleika 0,05 einingar í ml.mjólkur truflar eðlilegan vöxt þeirra. Mjólk úr einum spena með fúkalyfi í getur hindrað vöxt mjólkursýru- gerla í 1000 'lítrum af mjólk, ef slík mjólk væri send í mjólkurbú fyrstu 2 daga eftir aðgerð. Einu gildir hvort fúkalyf er notað til inngjafar, sett í leg, dælt í hold eða sett f júgur, lyfið berst með blóðinu í júgrið og þaðan í mjólkina. Því gildir óhjákvæmilega: 1. Ef fúkalyf er notað til inngjafar, sett í leg eða dælt í hold, þá er öll mjólk kýrinnar blönduð lyfinu. 2. Ef fúkalyf er sett í júgur, finnst það í miklu magni í mjólk þess júgur- hluta, og stundum einnig í mælanlegu magni í öðrum júgurhlutum. A hverja öskju með fúkalyfi til notkunar við júgurbólgu skal álímdur miði með aðvörun um að blanda ekki mjólk úr júgurhluta, sem er undir aðgerð, í sölumjólk fyrr en í fyrsta lagi 4 sólarhringum eftir að aðgerð lýkur. í reglugerð um mjólk og mjólkurvörur stendur í 7. gr. 4. málsgr.: Óheimilt er að selja eða bjóða til sölu mjólk úr kúm, sem við eru notuð lyf, sem borizt geta í mjólkina og spillt henni. Að gefnum tilefnum hefir Mjólkursamsalan neyðzt til þess að hefja eftir- lit með fúkalyfjum í mjólk og þar, sem þau finnast í innvigtaðri mjólk, verð- ur sú mjólk tafarlaust endursend. Mjólkursamsalan vill hér með vekja athygli mjólkurframleiðenda á þess- um alvarlegu málum og skírskota til ábyrgðar og þegnskapar allra, sem mjólk selja, að virða sett ákvæði í þessum efnum. M J ÓLKURSAMS ALAN .. ....-..—............ j 354 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.