Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Síða 42

Freyr - 01.09.1969, Síða 42
sviði. En það sýndi sig, að þá vorum við of litlir karlar, því að þá var innflutningur og notkun kraftfóðurs aðeins um 12—15 þúsund lestir og niðurstöður af athugun- um mínum urðu þær, að þegar við flyttum inn meira en 25.000 lestir yrði tímabært að líta á sílóviðhorf og búlkflutninga. Nú er- um við komnir langt yfir þau mörk enda er nú byrjað að flytja til landsins laust korn, Fóðurblandan hf. varð fyrst til þess í maí 1966, að vísu í smáslöttum, annað hæfði ekki og gerir ekki enn vegna að- stöðu við móttöku hér. Á þessu sviði er þróun og meiri þróun framundan þegar við — vonandi í náinni framtíð — getum dælt erlendu korni beint í síló á hafnar- bakkanum og þá flutt það í stórum slött- um, svo að flutningskostnaður lækki að ráði. Samtímis og þetta skeður þarf að hafa við- búnað svo að bændur geti tekið á móti kraftfóðri lausu úr búlkbíl, sem kemur heim til þeirra og dælir fóðrinu beint í hæfilega geymslu. Þó að aðstaða til þess að gera geyma á loftum yfir peningshúsum sé ekki eins og hjá Norðmönnum, þá ætti að vera hægt að gera hæfilegar stíur, sem dæla mætti fóðrinu í til bráðabirgða, eða unz viðeig- „Felleskjöpet Stange" stendur á bílnum. en það er þessi bíll, sem í greininni er getið. — Hér er verið að dæla síðustu dreggjunum gegn um rörið við vegginn upp á loft, það tók aðeins fáar mínútur að losa 5 lestir. andi fóðursíló hafa verið reist á hverjum bæ, þar sem búlkbíllinn kemst heim. Nú er það svo, að all víða hefur stórt spor verið stigið til þess að fá tankbíl heim að sækja mjólkina. Það hefur kostað mik- inn pening að efna til slíks og líklega allt að 10 sinnum meira en þarf til að gera á hverjum bæ hæfileg fóðursíló og laga að- stöðu til þess að fylla það og tæma á auð- veldan hátt. Galli er bara, að engin pen- ingshús hafa verið byggð til þess, að að- staða sé ákjósanleg í þessu skyni, en óvíða mun þurfa stóraðgerðir til þess að móta góða eða viðunandi aðstöðu. í þessu sambandi er líka vert að minna á, að viss skilyrði hafa verið stórum bætt á undanförnum árum til þess að flytja fóðrið laust heim til hvers bónda, en sú að- gerð felst í vögglun fóðursins svo að ryk úr því þyrlast langtum minna en þegar mjölblanda var flutt. Vögglarnir streyma fyrir afli loftdælu rétt eins og korn væri og búlkbíllinn er út- búinn með dælu og viðeigandi laus rör eða slöngur, sem tengja má frá bílnum á stút á sílói því, sem fóður bóndans er geymt í, eða opi slöngunnar er annars beint að stíu eða hólfi ef ekki er um síló að ræða. Um undanfarin ár hefur örskreið þróun orðið hjá grönnum okkar í austri í sam- bandi við skipulagningu flutninga fóðurs- 356 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.