Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Síða 43

Freyr - 01.09.1969, Síða 43
Nýtízku fóSursíló ins frá verzlunarstað heim til bænda. Um áraraðir höfðu verzlunarfyrirtækin feng- ið fóður í búlk flutt milli heimsálfa og milli landa, en á fóðurblöndunarstöðvum var allt látið í poka. Óðum fer poka- mennskan þverrandi rétt eins og tunnnur hafa að mestu horfið þegar um ræðir ol- íur og benzín. Um leið og farið er að flytja fóður í búlk frá verzlunarstað heim til bænda, fækkar pokunum, bændur kaupa pokana ekki lengur sem fóður væri og rýrnun fóðursins við flutning og meðferð gerist minni, einkum eftir að allt fóður er vögglað eða kögglað.* Nútíma fóðurvinnsla, þar sem hún er á efsta stigi framfara, er aðlöguð búlkfærzlu í fyllsta mæli og vonandi er þess ekki langt að bíða, að meginmagn kraftfóðurs- ins komi heim til bænda sem búlkvara. Það hefur verið auðvelt að reikna hve mikið vinnst við að flytja kjarnfóður frá útlöndum til íslands sem búlkvöru, en þar væri um tugmilljóna upphæðir að ræða ef horfið væri prá pokamennskunni, og gild- ir það bæði um fóðurvöru og manneldis- korn. Furðulegt fyrirbæri, að ríkisstjórn og viðskiptayfirvöld virðast hafa verið staurblindir aðilar í þeim málum til þessa. Hitt er torveldara reikningsdæmi hve mik- ið má spara við að viðhafa búlkflutninga frá verzlunarstað til neytenda í nútíma- horfi og hverfa frá pokamennskunni, að svo miklu leyti sem unnt er. Sennilegt er þó ,að þar mætti spara á hverju tonni svo hundruðum króna skiptir. Þar koma til pokarnir í fyrstu röð, en þeir eru 20 a. m. k. um hverja lest og munu nú kosta allt að 10 krónum hver poki og að minnsta kosti 8 krónur eða 160 krónur á tonn. Þar við bætist svo bleytuhætta og ágangur rottu og músa, sem einatt rýrir fóðrið verulega á geymslustað, og fleiri sparnað- arliði mætti telja. Um sjálfa búlkvagnana er það að segja, að þar er einnig þróun í gerð og búnaði. * Vögglar = pellets. Kögglar = briketter. F R E Y R 357

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.