Freyr - 01.09.1969, Síða 44
Grannar okkar hafa þá fleirskipta til þess
að geta haft fleiri en eina tegund fóðurs í
hverri ferð eða tæmt litla geyma á hverj-
um stað í sveitinni, er þess gerist þörf.
Sjálft sílóið þarf auðvitað að vera þann-
ig gert, að ekki þéttist í því raki né að í
það komist vatn eða snjór. Gildir það einu
hvort því er valinn staður úti eða inni.
Lögun þess þarf að vera þannig, að fóðrið
hangi ekki uppi, heldur falli alltaf niður,
en tæming þess er eðlilega frá botni.
Neðsti hluti þess þarf. að vera kóniskur
og talið er bezt, að halli að stút sé ekki
jafn frá öllum hliðum. Annars er það at-
riði lítilfj örlegt ef það skiptir nokkru máli
eftir að farið er að vöggla allt fóður. En
hitt skiptir máli hvenær við komumst á
það stig að hverfa frá pokunum og fá allt
fóður flutt í búlk, kornið (kjarnann) beint
frá útlandinu og vögglana frá blöndunar-
stöðvunum heim til bænda. Mjólkurfélag
Reykjavíkur varð fyrst hér til þess að
vöggla fóður (það er pellets og ekki brik-
etter, sem það framleiðir) en hefur ekki
til þessa tekið skrefið til fulls með því að
senda bændum vögglana 1 búlkbíl. Von-
andi verður það gert innan tíðar, það er
eins þarft spor og að vöggla fóðrið.
(Grein þessi Inefur beðið birtingar í meira
en ár).
358
F R E Y R