Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1969, Page 46

Freyr - 01.09.1969, Page 46
Þegar komið var að Laugardælum gat að líta viðbúnað þann, sem bústjórinn hafði látið móta til þess að taka við fóðr- inu. Þar var í fyrsta lagi að sjá síló, sem reist hafði verið á stálstaurum við hlið peningshúss, og í öðru lagi var stía inni, til þess löguð að taka á móti lausu fóðri. Umrætt síló var að lögun eins og slík þurfa að vera, með kóniskan neðri hluta og stút ,sem hægt er að hleypa fóðri í gegn um í viðeigandi flutningatæki, er síðan má aka í peningshús, en á hlið þess er rör, sem slangan frá búlkvagni er tengd, þegar dæla skal fóðrinu í sílóið. Þess ber að geta, að sjálfur vagninn er auðvitað útbúinn frá FAF eins og vagnar af sama tagi sem eru þar í notkun, en rör og dælubúnaður eins og sá mun ekki við hæfi á íslenzkum vegum, en það er reynsla út af fyrir sig, sem segir nokkuð um hvernig hagræða skal hliðstæðum búnaði við akstur á okkar vegum. Umræddur vagn var fenginn að láni, svo sem á er minnzt, en reynsla sú, er fæst, jafnvel við skammvinna notkun hans, getur vel kennt okkur bæði jákvæð og neikvæð atriði áður en farið verður að útbúa slík flutningatæki við okkar hæfi. Og eins og Hjalti Pálsson tjáði er hann gerði blaðamönnum grein fyrir hvað hér um ræðir, er líklegt að við hæfi íslenzkra bænda muni 3 geymar á sex tonna vagni henta betur en sá, sem þarna var sýndur. Annars verkaði dælukerfi og aðstaða öll þannig, að fyrsta sporið í notkun svona framtíðarbúnaðar var stigið á eðlilegan hátt. í erindi, sem undirritaður flutti á Bún- aðarþingi veturinn 1965 og dagblaðið Tím- inn birti úrdrátt úr, gerði ég fulltrúum grein fyrir hvernig kerfa bæri alla fóður- vinnslu og fiutninga fóðurs, allt frá því það er tekið í skip og í öðru lagi unz það er komið í jötur búfjárins hjá íslenzkum FóSurbíllinn frá FAF, heima í Laugardælum. Rörakerfi og dælubúnaður er undir geymunum. Á íslenzk- um vegum þarf að hafa annað fyrirkomulag svo að kerfið verði við hæfi okkar. 360 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.