Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 47

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 47
Myndin sýnir sílóið í Laugardælum. það er hið fyrsta við peningshús hér á iandi. Vonandi koma mörg innan skamms. bændum. Þá horfði þannig, að frumstætt fyrirkomulag um meðferð og flutninga alla gerði vöruna alit að því tvöfalt dýrari en ef nútíma athafnir allar væru kerfaðar eins og hjá öðrum gerðist í þá daga. Síðan hafa ýmis spor verið stigin til þess að bæta og betrumbæta hið forna fyrirkomu- lag og eitt af stóru sporunum á leiðinni er einmitt stigið þegar búlkvagninn sýgur vögglað fóðrið í sig á hafnarstað og blæs því í síló bóndans í Laugardælum, Holti, Sandvík, Hofi, Vatnsleysu og öðrum bæj- um um gjörvallar byggðir okkar. Auðvit- að getur torleiði og lítil notkun kraftfóð- urs gert það að verkum, að búlkbílar komi ekki heim til allra bænda. En á okkar tankvæðingaröld er rétt og sjálfsagt að geta þess hér, að síló fyrir kraftfóður og kjarnfóður bóndans kostar ekki nema brot af því, sem hann hlýtur að greiða beint og óbeint til þess að fá mjólkurtank með til- heyrandi kælibúnaði, ef til vill kostar fóð- ursíló aðeins 10% af þeim útgjöldum sem mjólkurbúnaðurinn krefst, og á fyrsta stigi munu ýmsir efalaust útbúa fóðurstí- um sem kosta smámuni, en þó má aldrei gleyma að einangra gegn raka. Hjalti Pálsson kvaðst álíta, að kerfaður flutningur með búlkfærslu heim til bænda mundi lækka fóðurverðið um allt að 10% Mun þá varla með talinn sá vinningur sem í því er fólginn að minna — og miklu minna — af fóðri fer til spillis á þennan hátt en við pokaflutninga og svo kaupir bóndinn aðeins fóður þegar svona er flutt, en pokana greiðir hann sem fóður væri annars. * ❖ ❖ Vonandi geta allir orðið sammála um, að hér er verið að stíga spor, sem miða má til hagræðis þeim, sem nota skulu kraftfóður og kjarnfóður, það auðveldar athafnir og gerir vöruna ódýrari að miklum mun, þeg ar allt kerfið er fullmótað. Næsta sporið verða svo allir aðilar að sameinast um, en það er að reisa sílósamstæður við hafnir, dæla kornfóðri (kjarnfóðri) í þær beint úr skipunum, og kurla og mala kornið síðan og blanda í það próteinvörum og lífefnum og fleiru til þess að framleiða fullkomið fóður — kraftfóður — sem síðan er vöggl- að eða kögglað og því dælt í búlkvagninn og þar næst flutt með dælubúnaði hans í síló bóndans, rétt eins og var að gerast í Laugardælum nefndan dag. Þetta mark er í framsýn og vonandi aðeins skammt undan. G. F R E Y R 361
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.