Freyr - 01.03.1971, Page 4
ÓLAFUR JÓNSSON:
ENDURVINNSLA TtJNA OG GRASFRÆ
f nóvember sl. flutti ég útvarpsþátt um
endurræktun eða öllu heldur endurvinnslu
túna. Erindi þessu ráðstafaði ég síðan til
birtingar í Ársriti Rf. Nl. Nú hefur ritstjóri
FREYs, Gísli Kristjánsson, óskað eftir því,
að ég ritaði um þetta viðfangsefni í FREY
og gerði nokkru frekari grein fyrir vissum
þáttum þess. Ekki verður þetta þó gert án
þess að endurtaka nokkuð af því, sem sagt
var í erindinu, en vafalaust hefur það farið
framhjá mörgum lesendum FREYs og margir
þeirra munu ekki sjá Ársritið. Sú úrvinnsla
er þó ekki vandalaus, því jafnan orkar tví-
mælis hverju halda skai og hverju sleppa.
Má því svo fara, að erindið tapi álíka miklu
við úrvinnsluna og það græði á viðaukanum.
Þetta mega þeir hafa í huga, sem lesa grein
þessa. án þess að kynna sér upphaflega er-
indið. Höf.
Inngangur og upphaf túnræktar
Túnrækt okkar í hart nær þúsund ár var
einvörðungu gerð með áburði, án þess að
landinu væri bylt eða það brotið. Það er
fyrst þegar kemur fram á 18. öld, að örlar
á túnasléttum og þó varla svo talið verði
fyrr en líða tekur á 19. öldina. Þrátt fyrir
þetta tókst okkur, með árlegri áburðar-
gjöf í mjög langan tíma, að rækta tún,
án þess að slétta þau eða bylta þeim. Nú
er þessu öfugt farið. Á undanförnum ár-
um höfum við brotið lönd og sléttað af
miklu kappi, án þess að rækta þau. Nú
er því einn stærsti vandi okkar í ræktun-
armálum að rækta þessar nýyrkjur á sem
stytzum tíma og auðveldastan hátt. Hér
með dreg ég skörp skil milli sléttunar og
ræktaðs lands.
Aðferð sú, er við lengi notuðum við
sléttun túnþýfis, var þaksléttun. Geng ég
út frá, að flestum sé hún enn svo kunn,
að lýsing á henni sé óþörf. Segja má, að
þaksléttan gæfi góða raun við sléttun tún-
þýfisins, þar sem jarðvegurinn var orðinn
fúinn og sérstakt gróðurfélag hafi orðið
til vegna langvinnrar áburðarnotkunar, en
þó einkum ef ríflegt magn af búfjárá-
burði var borið undir þökurnar. Jafnvel
í óræktuðu valllendi utan túns gafst þetta
furðu vel. Hins vegar var aðferðin svo
seinleg og vinnufrek, að hún gat ekki orð-
ið til frambúðar, en þó svo færi, hefðum
við átt að geta lært nokkuð af henni og
vil ég nefna eftirfarandi:
Það var verulegur munur á þeim slétt-
um, sem gerðar voru í gamalræktuðum og
óræktuðum jarðvegi, þótt aðrar aðstæður
væru eins. Það skipi miklu máli að bera
92
F R B Y R