Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1971, Síða 6

Freyr - 01.03.1971, Síða 6
Ræktun í Gróðrarstöð Ræktunarfélagsins 1904. að gera á nýræktarlöndum, vegna ofþurrk- unar eða hallabreytinga, sem hafa veru- lega tilfærzlu á jarðvegi í för með sér. 4. Langvarandi notkun túna til beitar veldur smáþýfingu og uppskerurýrnun, nema ýtrustu vandvirkni sé gætt við hirð- ingu beitarlandsins. Úr þessu verður varla bætt nema með endurvinnslu, en beit á túnum er nú orðin svo algeng, að þessa gætir mikið. Þá má benda á, að allmikil brögð munu vera á því, að beitartún ó- hreinkist af innýflaormum, einkum þar sem sauðfé er beitt bæði vor og haust ár eftir ár, og verður þar því mikil smitun- arhætta. Endurvinnsla og hvíld beitar- landanna mundi draga verulega úr þessari hættu. 5. Umferð þungra tækja á túnunum, á öllum tímum árs, veldur samanþjöppun jarðvegsins og stórkostlegum gróðurtrufl- unum og spretturýrnun. Sama getur og orðið af veðurfarslegum eða jafnvel efna- fræðilegum ástæðum, einkum í leir- eða fokjarðvegi. Við þetta raskast bygging jarðvegsins, svo hann fellur saman, verður þéttur, loftlítill og vatnsheldinn, svo vax- arskilyrðum jurtanna hnignar stórlega. Ekki verður skjótt ráðin bót á þessu án endurvinnslu. 6. Reynslan af þaksléttunum gömlu, svo og tilraunir Ræktunarfélags Norðurlands 94 með niðurplæingu búfjáráburðarins, eink- um frá árunum 1931—1936 (Sjá Ársrit Rf. Nl. 1936), sýndu greinilega, að hægt er að stórauka uppskeru af búfjáráburði með því að plægja hann niður í jarðveginn og jafnframt auka mjög þol og grósku tún- jurtanna. Ennfremur er vitað, að aukinn smáverugróður stuðlar mjög að myldingu hans og að búfjáráburðurinn er auðugur af slíkum rotnunarvaka, auk þess sem hann er nokkur trygging gegn örefnaskorti. Það er í raun og veru ekki afsakanlegt hve þessari reynslu hefur verið lítill gaumur gefinn og að ekkert hefur verið gert til að laga notkun búfjáráburðarins eftir henni. Þetta eitt réttlætir þó fullkomlega endurvinnslu túnanna vegna þess, að þá er hægt að plægja búfjáráburðinn niður í jarðveginn á auðveldan hátt. Aðferðin gæti verið þannig á sléttu landi: Fyrst er áburðinum dreift, 60—80 tonnum á ha. Nokkurn veginn jafnframt er landið plægt í 12—15 cm dýpt, og fellur þá áburðurinn undir plógstrengina, sem síðan eru unnir á venjulegan hátt, án þess að grasrótin raskist teliandi eða að strengirnir hvolf- ist við. Að lokum er svo grasfræi sáð og gengið frá flaginu. Eðlilegast virðist vera að plægja áburð- inn niður að hausti, en ljúka vinnslunni ekki fyrr en næsta vor. Þá veðrast stren- irnir og myldast yfir veturinn, en líka getur komið til greina að ljúka endur- vinnslunni alveg að hausti eða vori, og verður í þeim efnum að fara eftir veður- fari og aðstöðu á hverjum stað. 7. Það virðist hafa komið í ljós, að minnsta kosti í sumum tilfellum, að ný- yrkjur á fyrsta ári verjast betur kali en eldri sléttur. Ekki er óhugsandi að þessu valdi, að yfirborðsvatn sígur greiðar niður meðan jarðvegurinn er nýunninn og gljúp- ur, en ísalög, vegna stöðnunar yfir- borðsvatns, eiga oft drjúgan þátt í kal- skemmdunum. Af sömu orsökum er það vafalaust, að stundum má sjá sáðgresið halda ágætlega velli yfir lokræsum í ný- F R E Y

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.