Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 7
yrkjum löngu eftir að það er horfið annars
staðar, og að sandtún munu verjast betur
kali en þau, sem gerð eru í vatnsheldari
jarðvegi. Einhver kann að halda, að þetta
skipti ekki verulegu máli úr því að jörð
er freðin á annað borð, en það er rangt.
Gljúpur vel unninn og vel ræstur jarð-
vegur verður alls ekki vatnsþéttur þó að
hann frjósi, og gæti því endurvinnsla tún-
anna öðru hvoru átt drjúgan þátt í því
að draga úr ástöðu vatns á yfirborðinu
og því tjóni, sem af því hlýzt. Að vísu
er við endurvinnslu túnanna ekki um
neina djúpplægingu að ræða, en ef til vill
mætti auka áhrifin með því að nota rót-
fjöður á plógnum, er losaði plógfarið niður
í 40 cm dýpi. Þetta væri að minnsta kosti
þess vert að reyna það.
Því hefur verið fleygt, að ekkert sanni
þörfina á endurvinnslu túna. Þetta kann
rétt að vera, en er þá nokkuð sem afsannar
hana? Ég held varla. Þvert á móti eru
rökin fyrir því. að hennar sé þörf, mjög
sterk, svo^ sem bent hefur verið á hér að
framan. Ég er heldur ekki að hvetja til
endurvinnslu annars staðar en þar, sem
ræktunin hefur af einhverjum ástæðum
misheppnast, gengið úr sér eða skilar ekki
viðunandi árangri. Hygg ég, að enginn
skortur sé yfirleitt á misheppnuðum ný-
yrkjum og túnum, sem úrræktast hafa á
einn eða annan hátt, svo auðvelt ætti að
vera, nær undantekningarlaust að hagnýta
búfjáráburðinn á þennan hátt. Á bessu er
þó sá meinbugur, að til þess að slík skipan
komist á, verða að vera tiltæk á hverju
býli þau tæki, er þarf við endurvinnsluna,
og kunnáttu í meðferð þeirra, svo unnt sé
að vinna verkin á réttum tíma og á réttan
hátt. Án þessa frumskilyrðis þróast hér
aldrei nein ræktunarmenning.
Grasfræ og grasfræblöndur
Lokastig túnyrkjunnar er sáning grasfræs
í flögin, og má gera ráð fyrir, að svo verði,
þótt það kunni að hafa hvarflað að ein-
hverjum á síðustu og verstu tímum að
AuSvitað ber aS prófa fræið.
hverfa aftur til sjálfgræðslu. Nú hefur fræ-
val og fræblöndur til túnræktar verið mjög
á dagskrá, allt frá því að tilraunastarfsemi
hófst hér á landi fyrir um 70 árum og
mætti þá ætla, að við værum dável á vegi
staddir í þessum efnum, en þó finnst mér
allmikið á skorta, og að ástandið hafi held-
ur farið versnandi upp á síðkastið.
Til er urmull af tilraunum með gras-
tegundir og grasblöndur, og má skipta þeim
í tvo flokka: Samanburð á einstökum teg-
undum eða stofnum og samanburð á fræ-
blöndum. Mikið af þessum tilraunum hafa
verið unnar fyrir gíg, sumpart vegna þess,
að fræ margra þeirra tegunda, sem í til-
raununum voru, var ekki fáanlegt til al-
mennra nota, en þó líklega fremur fyrir
þá sök, að algerlega hefur verið vanrækt
að rannsaka hver hlutdeild hinna einstöku
tegunda og stofna hefur orðið í uppsker-
unni frá ári til árs, en um það segir heild-
aruppskeran ekkert. Heygreiningarnar
hefðu þó frætt okkur bezt um endingar
tegundanna og grósku, ásamt hlutdeild
þeirra í fyrsta og öðrum slætti. Þá vitn-
eskju, er við höfum um þetta, byggjum
við meira á ágizkun og praktiskri reynslu
en á tilraunum og rannsóknum. Árangur
þessarra tilrauna og reynslu virðist mér
sá, að við vitum nú um nokkrar erlendar
grastegundir eða grasstofna, sem við get-
F R E Y R
95