Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 8

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 8
um notað í grasblöndur með sæmilegum árangri, hvað endingu og afköst áhrærir, ef sómasamlega er að þeim búið, svo sem: Háliðagras (finnskt) Lang þolnasta teg- undin sem við höfum átt völ á. Hvort amerískt háliðagras, sem nú er farið að nota, gefur sömu raun, verður ekki fullyrt fyrr en gerður hefur verið ýtarlegur sam- anburður á tegundunum. Vallarfoxgras (Engmo) er líka ágæt teg- und til sáningar hér, en þó hvergi nærri eins varanleg og háliðagrasið. Það er talið betri fóðurjurt, en þolir illa beit. Túnvingull (Ötofte og fleiri danskir stofnar) hefur reynzt hér misjafnlega en þó mikið notaður. Vallarsveifgras (Sænskir stofnar o. fl.) virðast hafa reynzt dável, en alltaf er erf- itt að dæma um endingu sveifgrasa vegna íblöndunar af innlendum uppruna. Fleiri tegundir mætti nefna sem nothæf- ar, svo sem. Hávingul, hásveifgras og lín- gresi. Það er orðið langt síðan þessar gras- tegundir urðu allsráðandi í sáðblöndum okkar, svo þær breytingar, sem orðið hafa upp á síðkastið, má einvörðungu þakka tilkomu nýrra stofna af þessum tegundum. Þegar um 1930 var komin veruleg festa í grasfræblöndur þær, sem hér voru á boð- stólum (sjá meðfylgjandi töflu) og hélzt svo fram um 1940. Á stríðsárunum fór allt fræval í handaskolum. Var þá keypt það grasfræ, er til náðist og mest gangslítið. Hélzt þetta ástand næstu ár eftir að stríð- inu lauk, og upp úr því komu svo fram nýjar kenningar um grasfræblöndur, er hvorki voru studdar reynslu né tilraunum, en talsverðri óskhyggju, og þannig eru til- orðnar þær grasfræblöndur, sem nú eru notaðar. Á meðfylgjandi töflu sjáum við sam- setning þeirra grasfræblandna, er hér voru notaðar 1930 og 1940, svo og þeirra gras- fræblandna, er hér voru á boðstólum s. 1. vor. Þegar við virðum þessa töflu fyrir okkur dylst ekki, að þótt frætegundir þær, sem nú eru á boðstólum, séu í stórum dráttum þær sömu og fyrir fjörutíu árum er notk- unin mjög breytt. Áður þótti í megin- atriðum nægja að hafa eina grasfræblöndu fyrir allt landið. Nú eru blöndurnar tvenns konar og harla ólíkar, er önnur ætluð veð- ursælli byggðum en hin þeim harðbýlli. Er sú fyrrtalda merkt A eða V, en hin B eða H (sjá töflurnar). Hvar mörkin skulu dregin um notagildi þessara fræblandna, eða eftir hvaða þáttum veðurfarsins, er næsta óljóst og hefur aldrei verið skil- greint. Grunur minn er sá, að á undan- förnum árum hafi A og V blandan verið langmest notuð allt frá 1960, ef til vill lengur, og gæti því verið búið að sá henni í um eða yfir 40 þúsund ha af nýræktun. Nú skulum við virða fyrir okkur gras- fræblöndurnar á töflunni og þann mun, sem á þeim er. Gömlu blöndurnar fjórar eru allar áþekkar. Háliðagrasið er finnskt. Vallarfoxgrasið danskt. Sveifgrösin oft, bæði túnsveifgras og hásveifgras og vingl- arnir, túnvingull og hávingull, stundum Samsetningur nokkurra grasfræblandna í % NÖFN TEGUNDA FREYR Á.G.E. RÆKTUN RF NL. s.l.s. S.I.S. 1970 M.R. 1970 TILLAGA 1926 1928 1930 1930 A B V H 1971 Háliðagrasfræ 32.5 25.0 35.0 37.0 25.0* 20.0* 27.5 * Oregon Vallarfoxgrasfræ 27.0 32.5 32.5 37.0 55.0 50.0 27.5 Sveifgrasfræ 24.3 17.5 12.0 10.5 15.0 10.0 15.0 35.0* 15.0 * 10% hásveifgr. Vinglafræ 10.8 15.0 16.0 5.0 30.0 50.0 35.0* 45.0 25.0 * 10% hávingull Língresisfræ 5.4 10.0 5.0 10.5 15.0 5.0 Samtals 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 96 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.