Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 10
Hálmur sem byggingarefni
Snemma á árinu 1970 birtu íslenzk blöð
frétt um undirbúning að stofnun verk-
smiðju hér á landi, þar sem gert væri ráð
fyrir að framleiða plötur úr hálmi til bygg-
inga. Þess var ekki getið hvar kaupa skyldi
hálminn, en ólíklegt að nota skyldi ísl-
enzkan hálm þótt til féllist þar sem alþekkt
er að hann hefur jafnan 25—30% meira
fóðurgildi en erlendur hálmur af sama
tagi.
Hinu er ekki að leyna, að erlendis hafa
verið gerðar plötur úr hálmi og sementi
og þær notaðar til bygginga, aðallega til
einangrunar. Reynslan af þessari fram-
leiðslu hefur ekki verið sérlega hagstæð
og er hún því umfangslítil. Hinsvegar er
nú mótað í Danmörku viðhorf til þess að
reisa tilraunaverksmiðju, er framleiða
skal byggingaplötur úr límdum hálmi.
Verður hún reist í Stenderup við Kolding.
Er á áætlun að verksmiðja þessi byrji með
tilraunaplötur svo sem 100.000 m2, úr þeim
verða svo reist tilraunahús og ætlað er,
að plötur af þessu tagi megi einnig nota
til húsgagnaframleiðslu.
álíka þolið. Blandan líkist því mest blönd-
um þeim, er notaðar voru fyrir 1940. I
grasfræblöndu þessa verða að sjálfsögðu
valdir þeir fræstofnar, er nú þykja álit-
legastir og breytt til eftir því, sem betri
bjóðazt.
Islenzkt fræ og aðbúnaðurinn
Margir halda að öflun grasfræs af íslenzk-
um uppruna muni leysa allan vanda sáð-
gresisræktunar hér. Nokkuð hefur verið
unnið að þessu um alllangt skeið, en þó
verður ekki sagt, að fræframleiðsla af inn-
lendum grasstofnum hafi nokkurs staðar
náð yfir tilraunaskeiðið, enn sem komið
er. Af tilraununum verður ekki séð, að
íslenzku grasstofnarnir hafi tekið þeim
beztu erlendu fram, eða fræblöndur með
íslenzku fræi skákað þeim erlendu. Má
telja gott hafi þær haldið til jafns við þær
erlendu. Hér verður þó að slá þann var-
nagla, að of lítið er vitað um endingu
stofnanna í tilraununum, sem þó er eitt
meginatriði.
Einkum eru það stofnar af vallarsveif-
grasi og túnvingli, sem reynt hefur verið
að ala upp hér. Á þessu eru þó mörg vand-
kvæði ekki síst á fræræktinni. Má því svo
fara, að enn verði bið á, að fræ verði fá-
anlegt af innlendum grasstofnum til al-
mennra nota, en takizt það og reynist inn-
lendu tegundirnar haldbetri í sáðsléttum
hér, en hliðstæðar erlendar, er sjálfsagt
að taka þær inn í grasfræblönduna í stað
hinna síðarnefndu. Verði reynslan hins
vegar neikvæð, hlýtur að vakna sá grunur,
að eitthvað annað valdi útdauða sáðgres-
isins í nýræktun okkar en ónothæfni gras-
tegundanna.
Okkur hættir oft og tíðum til að ein-
blína á eitthvað eitt sem orsök þess, er
aflaga fer, en gætum þess ekki, að oftast
eru samverkandi orsakir að verki. Til þess
að sáðgresinu, hversu gott sem það er,
vegni vel í nýyrkjum okkar, verðum við
að búa því þar svo góð lífsskilyrði, sem
við höfum vald á. Má vera, að endur-
vinnsla túnanna og umbætur þær, sem
samtímis er unnt að gera á nýyrkjunum
og á notkun búfjáráburðarins, gætu orðið
spor í rétta átt.
Ályktanir mínar verða því þessar:
1. Endurvinnsla túnanna i sambandi við
bœtta notkun búfjáráburðar er aðkall-
andi nauðsyn víðast hvar hér á landi.
2. Fræ af hdliðagrasi, finnsku eða öðru
jafngóðu, verður að vera einn megin-
stofninn í grasfrœblöndum okkar hvort
sem við notum eina eða fleiri gerðir.
3. Við verðum jafnan að kappkosta að búa
sáðgresinu svo góð skilyrði, sem aðstæð-
ur frekast leyfa.
98
F R E Y R