Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 12
Fjósverkin
Betri byggingar og aukin tækni við og í
peningshúsum hlýtur að skapa og móta
skilyrði til auðveldari athafna og meiri af-
kasta.
Fjármunum er varið til þess að reisa
vandaðar byggingar og tækin og tækni-
búnaðurinn kosta líka nokkuð. Þessu fylg-
ja útgjöld, eðlilegar afskriftir, viðhalds-
kostnaður og vextir. Aftur á móti sparast
vinna og það léttir á útgjaldapósti búsins,
en þó því aðeins að hirðirinn sé ekki at-
vinnulaus þær stundir sem vinnan er spör-
uð. í reyndinni kemur þetta þannig út,
að fjósin eru nú byggð stærri en fyrr,
hverjum hirði er ætlað að hirða fleiri kýr
en gerðist þegar f jósin voru torfjós, mykj-
unni var ekið út í hjólbörum eða borin
á handbörum, allar kýr voru handmjalt-
aðar og annað eftir því, að ógleymdum
myrkraverkunum áður en rafmagnið hélt
innreið sína.
Það eru ekki nema 25 ár síðan það þótti
ósvinna að ætlast til, að einn maður gæti
hirt að öllu leyti 12—15 gripi í fjósi.
í þeim fjósum, sem reist hafa verið síð-
ustu áratugina, þykir víst ekkert meira
verk að hirða nú 30—40 gripi en fyrrum
12—15.
Auðvitað er eðlilegt að þetta sé eins hér
á landi og annarsstaðar, þegar álíka bún-
aður er notaður við dagleg störf. Að vísu
getur starfið við fóðrun verið talsvert
breytilegt eftir því hvaða tegundir fóðurs
eru notaðar. Til dæmis er talsvert meiri
vinna við að sækja rófur út í bing á teigi,
aka þeim heim og brytja síðan til gjafa,
eins og gerist í Danmörku, heldur en að
nota þurrhey, sem sótt er í hlöðu áfastri
við fjósið, eins og við gerum.
En sleppum þeim samanburði hér. Hins-
vegar er ekki úr vegi að líta á hver vinnu-
þörfin er hjó okkur við fjósverk, saman-
borið við það er hjá öðrum gerist.
Danmörk
Dönsku búnaðarfélögin hafa um mörg und-
anfarin ár gert athuganir á vinnuþörf og
vinnumagni við ýmiss þau störf, sem til-
heyra fjósverkum. í samvinnu við bú-
reikningaskrifstofuna hafa félögin unnið
að þessu. Niðurstöðurnar frá umræddum
rannsóknum hafa sýnt, að vinnulaunin eru
sívaxandi liður útgjalda við framleiðslu
nautgripaafurða, enda þótt framlagt vinnu-
magn hafi stöðugt farið minnkandi á hvern
grip.
I Tidsskrift for landökonomi nr. 6. 157.
árgangs, er sagt frá nokkrum niðurstöðum
umræddra rannsókna. Er ekki ófróðlegt
að frétta hvað þær hafa sýnt.
Má þar m. a. segja frá árangri athugana
í básafjósum þar sem fjöldi kúa var frá
10—40, eða álíka og hér gerist á mjólkur-
sölusvæðum. Þar var um að ræða 275 á-
hafnir að vetri en 188 að sumri. Vinnu-
þörf, þar sem 30 kýr og ungviði að auki
var í fjósi, sýndi sig að vera 387 mínútur
= 6V2 stund á dag að vetri en 326 mínútur
= 5V2 stund daglega að sumri.
Þess ber að geta, að í fjósum Dana er
fjöldi ungviðis jafnan meiri en kúatalan.
100
F R E Y R